Sveitarstjórnarmenn á Seyðisfirði segjast finna fyrir auknum skilningi meðal þingmanna og annarra yfirvalda á þörfinni fyrir að bæta úr samgöngumálum við staðinn. Þeir fagna tillögum í frumvarpi að fjárlögum næsta árs um 30 milljóna króna framlag til rannsóknaborana fyrir jarðgöng undir Fjarðarheiði.
Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi héldu áfram leit að skipverjanum sem saknað er af flutningaskipinu Alexiu í birtingu í morgun.
Sala jólatrjáa stendur sem hæst þessa dagana. Fyrr í vikunni voru um 200 jólatré send frá Héraði suður í Hafnarfjörð þar sem þau fara á markað Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
ÍAV hefur gert vetrarhlé á viðgerðum í húsum sem greinst hafa með mygluskemmdir í Votahvammi á Egilsstöðum. Framkvæmdir hafa gengið hægar heldur en vonir stóðu til.
Forsvarsmenn Kaupfélags Fáskrúðsfirðingar, sem á bróðurpartinn í Loðnuvinnslunni, mótmæla harðlega miklum niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á Fáskrúðsfirði. Bæjarfulltrúar segja ljóst um að verja þurfi þjónustuna á staðnum.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, telur hugmyndir um hálendisveg norðan Vatnajökuls óraunhæfar og gerir verulegar athugasemdir við forsendur sem gefnar hafa verið fyrir verkefninu.
Verð á fari á milli Egilsstaða og Akureyrar með Strætó hækkaði um 900 krónur í síðustu viku. Hækkuninni var komið á fyrirvaralaust. Talsmaður fyrirtækisins segir kynningu hafa misfarist og á því verði gerð bót.
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins frá Vopnafirði, er meðal stofnenda að hópi jákvæðra á Alþingi. Markmið hópsins er að bæta vinnustaðamenninguna á þinginu.
Ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kastljóss segir það „tilhæfulausar staðhæfingar" að umsjónarmenn þáttarins hafi lagt sig fram um að dekkja myndefni af álveri Alcoa Fjarðaáls sem sýnt var með fréttaskýringu um flúormengun í Reyðarfirði í fyrrakvöld.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi hefur hafnað óskum Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjasýslum, um þátttöku í auknum kostnaði af akstri strætisvagna á milli Egilsstaða og Akureyrar.
Sérfræðingur í ferðamálum varar við hugmyndum um hálendisveg á milli Austurlands og Suðurlands. Ef menn ætli að opna enn frekar á aðgengi að náttúruperlum að svæðinu þarf að byggja upp í kringum staðina til að taka við ferðafólkinu. Það hafi menn ekki virst tilbúnir til að gera fram að þessu.