Forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði segir nýframkomna tillögu þingflokks Bjartrar framtíðar um að seinka klukkunni á Íslandi vera í þveröfuga átt við vilja Seyðfirðinga. Íbúar þar hafa um hríð barist fyrir því að klukkunni verði flýtt á sumrin þannig sólar njóti lengur við innan fjallahringsins seinni partinn.
Ekki hefur enn verið hægt að staðfesta ráðningar nýrra búfjáreftirlitsmanna á vegum Matvælastofnunar (MAST) þótt búið sé að tilkynna um ráðningar í störfin. Ástæðan eru óskir hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um að kostnaður við ný dýraverndunarlög verði endurskoðaður. Formaður hópsins kannaðist ekki við málið þegar hann var spurður út í það á opnum fundi á Egilsstöðum á mánudagskvöld.
Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði þurfa að finna nýja fulltrúa til að bjóða sig fram til setu í bæjarstjórn sveitarfélagsins í sveitarstjórnarkosningum í vor. Enginn þeirra þriggja sem setið hefur sem aðalmaður fyrir hönd flokksins gefur kost á sér áfram.
Búið er að grafa rúmlega 70 metra af væntanlegum Norðfjarðargöngum eða tæplega 1% af heildarlengdinni. Farið er hægt af stað þar sem bergið þykir laust í sér.
Samkomulag við Arion-banka um skuldir Hótels Sögu eru í höfn. Formaður Bændasamtaka Íslands segir að fulltrúar á Búnaðarþingi verði í framhaldinu að taka ákvörðun hvernig þeir vilji sjá framtíðaraðkomu samtakanna að rekstri hótelsins.
Hús handanna býður eins og fyrir síðastliðin jól upp á að gera gjafakörfur með austfirskum matvælum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal annars er hægt að fá sérbakað bygglaufabrauð frá Fellabakaríi.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar þakkar nágrannasveitarfélögum sínum veittar stuðningsyfirlýsingar í baráttu sinni fyrir að vera áfram áfangastaður ferjunnar Norrænu. Forsvarsmenn færeyska skipafélagsins sem gerir út ferjuna hafa óskað eftir viðræðum við Fjarðabyggðarhafnir.
Anna Birna Einarsdóttir tekur við starfi Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað um áramótin. Segja má að Anna Birna sé að snúa aftur á heimaslóðirnar en hún hefur síðustu ár búið á Húsavík.
Endurskoða þarf húsnæðismál skólastofnana á Djúpavogi í ljósi mikillar fjölgar barna á staðnum. Útlit er fyrir að nemendafjöldi grunnskólans aukist um 30% á næstu þremur árum. Leigt var auka húsnæði undir leikskólann til að hægt væri að rúma alla nemendur þar í vetur.
Rúmlega tuttugu stiga hiti mældist á Dalatanga um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hitinn hefur aðeins tvisvar áður farið yfir tuttugu stig í nóvember á Íslandi síðan mælingar hófust. Mikil hlýindi voru víða um fjórðunginn og hækkaði hitastigið víða snögglega eftir hádegið í gær.
Umdeilt er hvort skilgreina eigi mikla tölvunotkun sem fíkn eða hvort annað hugtak eigi betur við þótt einkennin séu um margt hin sömu. Algengast er að tölvufíknin haldist í hendur við önnur undirliggjandi andleg vandamál, svo sem lágt sjálfsmat. Erfiðast virðist oft til að fá notandann til að viðurkenna ofnotkun sína.
Díana Mjöll Sveinsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Tanna Travel af föður sínum Sveini Sigurbjarnarsyni þegar fyrirtækið fagnaði 20 ára afmæli sínu. Hann fer þó ekki langt en heldur verður áfram bílstjóri og stjórnarformaður.