Nemendur Hallormsstaðarskóla voru slegnir þegar þeir komu í skólann á fimmtudagsmorgun. Í gegnum fréttir RÚV höfðu þeir kvöldið áður heyrt af því að til stæði að fækka bekkjum í skólanum og jafnvel sumir á undan foreldrum. Hraðinn við ákvarðanatökuna var meðal þess sem gagnrýnt var á fundi um næstu skref í hagræðingarferli í skólanum í gær.
Útlit er fyrir að kennslu í níunda og tíunda bekk í Hallormsstaðarskóla verði hætt næsta skólaár eftir að sveitarfélögin tvö sem standa að skólanum, Fljótsdalshreppur og Fljótsdalshérað, samþykktu tillögu þess efnis í vikunni. Eftir er að vinna að nánari útfærslu, svo sem í hvaða skóla nemendurnir fari.
Uppbygginu franska spítalans á Fáskrúðsfirði miðar vel en gert er ráð fyrir að umbreytingu hans í hótel verði lokið í maí. Fleiri hús verða endurgerð og sýning sett upp um franska sjómenn á svæðinu sem á að verða miðstöð ferðaþjónustu á Fáskrúðsfirði.
Forstöðumenn Ríkisútvarps eru enn að leita leiða til að lagfæra ljósabúnað í langbylgjumastrinu á Eiðum. Búnaðurinn hefur verið í ólagi árum saman og blikk hans veldur íbúum á Eiðum miklum óþægindum.
Settur skólastjóri Hallormsstaðarskóla segir að í raun sé verið að loka skólanum með áformum um að flytja elstu bekki skólans út í Egilsstaði frá og með næsta skólaári. Samþykkt hefur verið að draga verulega saman í rekstri skólans. Sveitarstjórnarmenn segja hann of dýran í rekstri miðað við nemendafjölda.
Fimm fulltrúar í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs af níu sátu hjá þegar samningur um kaup sveitarfélagsins á hlutafé hestamannafélagsins Freyfaxa í Reiðhöllinni Iðavöllum ehf. var staðfestur á miðvikudag. Bæjarfulltrúar lýstu yfir miklum efasemdum um framtíðar rekstur hallarinnar á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.
Austfirskir sveitarstjórnarmenn skora á ríkisvaldið að færa að minnsta kosti þrjátíu ný störf inn í fjórðunginn. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir menn hafa unnið að því að efla undirstöðurnar, meðal annars með stofnun Austurbrúar, til að vera betur í stakk búnir að taka við verkefnum frá ríkinu.
Veðurfræðingar hafa undanfarna daga spáð um tuttugu stiga frosti um helgina. Frosthörkurnar færast yfir seinni part fimmtudags og standa fram á sunnudag.
Nokkrar skemmdir urðu á íbúðarhúsnæði í tvílyftu einbýlishúsi í Neskaupstað í gærkvöldi eftir að eldur kom upp í húsinu. Hann kviknaði í ytri enda hússins, sem hefur verið óíbúðarhæfur um árabil en slökkvimönnum tókst að mestu að verja íbúðina í hinum hlutanum.
Í hádeginu í dag voru opnuð tilboð í grisjun á tæpum fimmtán hekturum af lerkiskógum á Héraði. Verkefnastjóri hjá Héraðsskógum segir útboðin til marks um að skógræktin sé að verða sjálfbær atvinnugrein.
Þeir nemendur sem luku grunnskólanámi árið 2012 eru heilu skólaári á eftir þeim sem útskrifuðust tíu árum fyrr í lesskilningi og stærðfræðilæsi, ef marka má niðurstöður PISA-könnunar. Austfirðingum virðist fara mest aftur ef landshlutarnir eru bornir saman.
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stofnað lífi og heilsu vegfarenda í hættu á ófyrirleitinn hátt með glannaakstri. Viðkomandi ók ítrekað á rangan vegarhelming á miklum hraða á flótta undan lögreglu á Fagradal í fyrrahaust.