Smári Geirsson, framhaldsskólakennari í Neskaupstað, hlaut í dag riddarakross hinnar íslensku fálkaorðum. Ellefu voru sæmdir orðunni af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Orðuna hlýtur Smári fyrir framlag sitt til sögu og framfara á Austurlandi.
Félagsmenn í Hestamannafélaginu Blæ á Norðfirði leggjast gegn hugmyndum um blandaða frístundabyggð í nágrenni við félagssvæði félagsins. Hugmyndir hafa verið þar uppi um svæði fyrir frístundafjárbændur.
Aðeins þriðjungur virðist eftir af þeim bleikjustofni sem var í Lagarfljóti fyrir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar. Vísbendingar eru um sambærilega fækkun urriða í fljótinu. Fiskarnir virðast einnig smærri en áður. Minnkandi ljósmagn í vatninu rýrir lífsskilyrðin.
Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað var í nótt fyrsta björgunarsveitin sem kölluð var út á nýju ári, samkvæmt fréttum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.
Sveitastjórn Djúpavogs hvetur til þess að leitast verði við að manna starfsstöðvar Austurbrúar á Djúpavogi og Seyðisfirði á næstunni. Það muni styrkja starfsemina.
Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur leitað eftir samstarfi við nágrannasveitarfélög um hvort forsenda sé fyrir að koma á fót leigufélagi um íbúðir. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir þó nokkrar íbúðir standa auðar þótt eftirspurnin sé mikil,
Fjórar björgunarsveitir tóku þátt í því í gærkvöldi að koma lækni á móts við sjúkling frá Djúpavogi. Um þrjátíu manns tóku þátt í aðgerðinni og skiluðu þeir síðustu sér ekki heim fyrr en um átta tímum eftir útkallið.
Unnið er að því að koma upp fiskvinnslu á Vopnafirði til að vinna ferskar urðir. Forsprakki hópsins segir mikla spurn eftir fiskafurðum á mörkuðum og samningar um sölu gangi vel. Stefnt er að því að vinnslan taki til starfa strax í janúar.
Seyðisfjörður er ekki einn af áfangastöðum Walter Mitty ferða sem ferðaþjónustu fyrirtækið Iceland Travel hefur skipulagt þrátt fyrir að staðurinn hafi verið notaður við tökur á kvikmyndinni sem ferðirnar eru kenndar við. Lögð er áhersla á að skoða valda tökustaði og „vinsælustu" áfangstaði ferðamanna hérlendis.
Nýtt beltatæki Landsnets auðveldar aðgang að bilunum í rafmagnsleysi, einkum við erfiðar aðstæður. Verkstjóri hjá Landsneti segir það algjöra byltingu í vinnu. Austurvarp slóst í för þegar tækið var reynt í fyrsta sinn á Hallormsstaðahálsi fyrr í haust.
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað sendi í gær frá sér viðvörun til íbúa um að ekki sé hægt að treysta færð á vegum innan sveitarfélagsins verstu veðurspár ganga eftir. Líkur séu á að áætlanir um snjómokstur gangi ekki eftir.