Björgunarsveitin Vopni bjargaði skít

vopni skitbjorgunVerkefni björgunarsveita geta verið jafn misjöfn og þau eru mörg. Því fengu björgunarsveitarmenn í Vopna á Vopnafirði að kynnast í dag þegar bóndi í sveitinni hringdi í þá og bað um aðstoð við að bjarga skít.

Lesa meira

Sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir ítrekuð umferðarlagabrot

logregla syslumadursey heradsdomuraustKarlmaður á þrítugsaldri var nýverið sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna í héraðsdómi Austurlands, fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn rauf með gjörð sinni skilorð og lögreglustjórasátt.

Lesa meira

Hækkar um hálfan metra á dag í Hálslóni

karahnjukarVatnsyfirborð í Hálslóni hækkar um hálfan metra á dag en miklar leysingar eru á vatnasviðið þess. Útlit er fyrir að ekki þurfi að minnka álframleiðslu á Reyðarfirði vegna orkuskorts.

Lesa meira

Skriðuföll og grjóthrun í hláku á Austurlandi

oddsskard 31052013 sa webAurskriða féll rétt við bæinn Brú á Jökuldal í gær og um svipað leyti hrundi úr lofti Oddskarðsganganna. Stór aurskriða féll í Seyðisfirði í vikunni. Mikil hláka hefur verið á Austurlandi í vikunni og eru umhleypingarnar afleiðingar þeirra.

Lesa meira

Útskrift úr VA: Skólinn er þroskavettvangur

va utskrift verdlaun willgeir webTæplega þrjátíu nemendur útskrifuðust úr Verkmenntaskóla Austurlands á nýloknu skólaári. Fráfarandi skólameistari segir skólagöngu flestra vera þroskaskeið þótt sumir líti á skólann sem biðstöð áður en út í alvöruna komi.

Lesa meira

Hallormsstaðarskóli: Það stendur ekki til að leggja skólann niður

hallormsstadarskoli mai13Samningur er í gildi milli Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um rekstur Hallormsstaðarskóla til ársins 2020. Því stendur ekki til að leggja skólann niður. Oddviti Fljótsdalshrepps segir þá vinnu sem sveitarfélögin eru farin af stað með um framtíð skólans miða að því að efla hann til framtíðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar