Sparisjóður Norðfjarðar er til sölu. Þetta var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum á stofnfjárhafafundi fyrir skemmstu. Stjórnarformaður
sjóðsins segir sparisjóðakerfið hafa orðið of dýrt eftir að stærstu
sparisjóðirnir drógu sig út úr samstarfinu.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, útilokar að vinnubúðum Alcoa
Fjarðaáls í Reyðarfirði verði breytt í fangelsi. Útlit er fyrir að þær
verði fjarlægðar á árinu.
Guðrún Áslaug Jónsdóttir, verkefnastjóri, verður ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands frá og með 1. september til ársloka. Guðrún gengdi áður starfi verkefnastjóra rannsókna hjá ÞNA. Stefanía G. Kristinsdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri verður í hálfu starfi sem verkefnastjóri ÞNA á sama tímabili og hættir störfum um næstkomandi áramót.
Sterkar vísbendingar eru um að veitingastaðir bjóði upp á hreindýrakjöt
sem ekki hefur verið heilbrigðisskoðað. Reglum hefur því verið breytt
þannig að kjöt sem veiðimenn taka til eigin nota frá verkunarstöðvum.
Sjötíu milljóna króna tap varð á rekstri Seyðisfjarðarkaupstaðar á
seinasta ári þótt gert væri ráð fyrir hagnaði í áætlunum. Unnið er að
úttekt á stöðu og rekstri sveitarfélagsins.
Hagsmunaaðilar við Jökulsá á Dal vilja búa til rás meðfram ánni þar sem
steinbogi er í henni. Lax stoppar neðan við ána og gerir hana að síður
vænlegri veiðiá. Öllum framkvæmdum á svæðinu hefur til þessa verið
hafnað á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða.
Foreldrafélag leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði, styður að fullu kröfur leikskólakennara í baráttu þeirra um bætt kjör. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem foreldrafélagið sendi frá sér í gær.
Fornleifafræðingarnir sem vinna að uppgreftri Skriðuklausturs fundu
nýverið örvarodd úr lásboga í rústunum. Talið er að oddurinn sé frá
varðmönnum biskups. Slík vopn voru algeng til dýraveiða erlendis en
engar heimildir er um slíka notkun hérlendis.
Fjarðabyggð hafði betur gegn Hetti í seinni Austfjarðaslagnum í 2. deild
karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli fyrir skemmstu. Stefán Þór
Eysteinsson og Mirnes Smajlovic skoruðu mörk gestanna.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir ljóst að ekki verið ráðist í
ný Norðfjarðargöng á næstunni því ekki séu til fjármunir í
ríkiskassanum fyrir þeim. Hann segist hafa skilning á afstöðu heimamanna
á hversu nauðsynleg framkvæmdin sé.
Ítalska greifynjan Raimonda Lanza Branciforte di Trabia segir japanska
útgefandann og auðmanninn Yasuji Sugai hafa reynt að kaffæra sér í Selá í
júlí. Austfirsk lögregluembætti rannsaka málið.