Dæmdur fyrir að kýla tönn úr öðrum með hnefahöggi

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið karlmann á þrítugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda öðrum manni verulegum áverkum með hnefahöggi í andlitið. Tönn í efri gómi losnaði úr í heilu lagi og önnur kýldist inn.

Lesa meira

Búið að sjósetja Venus NS

venus ns sjosetturNýtt uppsjávarveiðiskip HB Granda, Venus NS, var sjósett í skipasmíðastöð í Tyrklandi í gær. Stefnt er að því að skipið verði tilbúið til afhendingar í apríl.

Lesa meira

Karen Erla tekur við af Hreini Halldórs í íþróttamiðstöðinni

baejarskrifstofur egilsstodum 3Karen Erla Erlingsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá næstu áramótum. Hún tekur við starfinu af Hreini Halldórssyni sem gegnt hefur því í þrjá áratugi. Fjórtán sóttu um starfið.

Lesa meira

Tímabært að endurskoða tekjuáætlun lögregluembættisins á Austurlandi

logregla syslumadursey heradsdomuraustSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, segir að endurskoða þurfi sértekjuáætlun lögreglustjóraembættisins á Austurlandi sem tekur til starfa um áramót. Hann kveðst hafa fulla trú á að þjónusta embættanna verði svipuð og hún er nú.

Lesa meira

Þúsundasta tonninu landað á Borgarfirði

hogni ns 10Á miðvikudaginn síðast liðin var landað þúsundasta tonninu á Borgarfirði á þessu almanaksári. Aldrei hefur veiðst svona mikill Bolfiskur áður á þessu svæði. Árið 1999 veiddist  rúm 926 tonn sem hefur hingað til verið stærsti Bolfiskaflinn sem hefur komið í höfn á Borgarfirði, þar til nú. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar