Austurbrú stendur á föstudag fyrir málþingi á Breiðdalsvík um útboð og samkeppnishæfi fyrirtækja á Austurlandi. Málþingið er öllum opið en það er hluti af NORA verkefni sem Austurbrú tekur þátt í.
Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur frá miðstöð áfallahjálpar af bráðasviði LSH í Fossvogi, verður á Djúpavogi í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag.
Matvælastofnun ætlar að leggja til að skylt verði að bólusetja ásetningslömb og vetur gamalt fé á öllum bæjum í Héraðshólfi til að verja það gegn garnaveiki og hindra útbreiðslu hennar. Veikin greindist nýverið á tveimur bæjum í hólfinu.
Austurbrú stendur á föstudag fyrir samráðsfundi um ál á Austurlandi á Breiðdalsvík. Meðal þeirra spurninga sem leitast verður við að svara á fundinum er hvers virði ál er sem hráefni fyrir Austurland, hvernig hægt sé að nýta auðlindina ál enn betur og hvað skorti á svæðinu þannig að hægt sé að áframvinna ál.
Bresku sjónvarpsþættirnir Fortitude, sem teknir hafa verið upp á Austurlandi, skipta miklu máli í aukinni veltu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaframleiðandi segir verkefnið skipta miklu máli fyrir austfirskt efnahagslíf.
Vatn flæddi inn á flughlað Norðfjarðarflugvallar í miklum rigningum í mánuðinum. Bæjaryfirvöld leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.Vatnsstaða við völlinn virðist hafa hækkað eftir framkvæmdir við höfnina.
Héraðsdómur Austurlands veitti lögreglu tvisvar sinnum heimild til að hlera síma í tengslum við rannsókn mála á árunum 2009-2013. Enginn annar héraðsdómstóll veitti svo fáar heimildir.
Gunnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, fékk viðurkenningu Æskulýðsráðs fyrir störf sín í þágu æskulýðsstarfs á Austurlandi sem og víðar á landsvísu.
Fanney Sigurðardóttir frá Egilsstöðum skellti sér á brunch á Hótel Héraði í gær. Fanney sem er bundin við hjólastól vissi lítið um að áður en morguninn var úti ætti hún eftir að þiggja aðstoð og gjöf frá einum frægasta poppara landsins. Hún greindi frá þessu á facebook síðu sinni í gærkveldi.