Þingmaður Bjartrar framtíðar hrósar LungA lýðháskólanum á Seyðisfirði og telur hann geta hjálpað við að draga úr brottfalli nemenda í íslensku skólakerfi. Menntamálaráðherra segir skólann áhugavert verkefni en fara verði varlega í að lofa fjármagni í nýjungar á framhaldsskólastigi.
Á föstudaginn hefst rjúpnaveiðitímabilið. Það stendur í 12 daga þar sem veiða má þrjá daga í senn frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla dagana og mikilvægt að huga vel að því við undirbúning.
Tvær rútur fuku út af veginum yfir Fagradal í morgun. Nokkur óhöpp hafa orðið í mikilli hálku á Austfjörðum í morgun og í gær en ekki hafa orðið slys á fólki.
Biðraðir höfðu myndast á austfirskum dekkjaverkstæðum þegar starfsmenn komu þar til vinnu í morgun. Atgangur hefur verið þar í dag enda snjó kyngt niður í fjórðungnum.
Erla Dóra Vogler, jarðfræðingur og óperusöngkona, hefur verið ráðin nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Fjórtán sóttu um stöðuna sem sveitarstjórinn segir sanna að háskólamenntað fólk vilji búa á landsbyggðinni.
Fimmtíu prósenta markinu var náð um helgina, þegar verktaki Norðfjarðarganga var búinn að sprengja rúm 50% gangaleiðarinnar. Gröfturinn hefur alla jafna gengið vel, ef undan eru skilin tvö stór setbergslög Eskifjarðarmegin, sem hafa tafið framvinduna nokkuð.
Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formanns á sameiginlegum aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn verður í lok mánaðarins. Fyrir fundinum liggur tillaga um sameiningu samtakanna.
Björgunarsveitarmenn úr Ísólfi á Seyðisfirði komu til hjálpar á ellefta tímanum í morgun þegar hurð á suðurgafli hússins Þórshamars fauk upp. Bálhvasst hefur verið á Seyðisfirði í nótt og í morgun.
Opnunarhátíð Hulduhlíðar fór fram fyrir fullu húsi um helgina. Um 300 gestir samglöddust íbúum á þessum merku tímamótum og skoðuðu sig um í nýjum heimkynnum hjúkrunarheimilisins á Eskifirði.