Austurbrú: Meira hefur farið úrskeiðis en menn reiknuðu með

austurbru 30092014 0068 webFyrrum fulltrúi sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú telur að ekki sé nóg gert til að aðgreina starf Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar í nýju skipuriti stofnunarinnar. Ánægja virðist með tillögur um breytt skipulag stofnunarinnar sem samþykktar voru mótatkvæðalaust á framhaldsaðalfundi í síðustu viku.

Lesa meira

Fækkað í yfirstjórn HSA: Tveir hættir strax

hsa logo 2014Eitt og hálft stöðugildi í yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands verður lagt niður í skipulagsbreytingum sem nú standa yfir. Eitt stoðsvið stofnunarinnar verður lagt niður og talsverðar hrókeringar eru meðal svæðisstjóra. Tveir yfirmenn eru þegar hættir þótt breytingarnar taki ekki að fullu gildi fyrr en um áramót.

Lesa meira

Kviknaði í út frá rafkerfi dráttarvélar

vopnafjordur 2008 sumarBruni sem varð í vélaskemmu við Refsstað í Vopnafirði fyrir tveimur vikum hefur verið rakinn til bilunar í rafkerfi dráttarvélar sem stóð í skemmunni.

Lesa meira

Vinna hafin við gerð sameiginlegrar viðbragðsáætlunar: Ekki hægt að vona það besta og slappa af

almannavarnir 22082014 0005 webVinna er hafin við gerð sameiginlegrar viðbragðsáætlunar fyrir allt Austurland vegna afleiðinga öskugoss í Bárðarbungu eða gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir betra að vera undirbúinn fyrir það versta. Góður grunnur sé til staðar fyrir vinnuna í fjórðungnum.

Lesa meira

Green Freezer dreginn í burtu

green freezer burtu eidurrFlutningaskipið Green Freezer er á förum frá Fáskrúðsfirði á morgun. Norskur dráttarbátur sem draga mun það til Póllands kom til Fáskrúðsfjarðar í dag.

Lesa meira

Hækkuð mengunargildi víða á Austurlandi í dag

Mengun dupavogurSamkvæmt tilkynningu frá almannavörnum hafa háir mengunartoppar mælst nú um hádegið eða um 1400 - 1700 µg/m3 á Breiðdalsvík og nágrenni. Einnig má búast við mengun frá eldgosinu í Holuhrauni á Djúpavogi og Fáskrúðsfirði og víðar á Austurlandi í dag.

Lesa meira

Adolf Guðmundsson: Ekki auðvelt að standa í þessum sporum

adolf gudmundsson okt14Framkvæmdastjóri Gullbergs á Seyðisfirði segir það ekki auðvelda aðstöðu að tilkynna um að félagið hafi verið selt til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann merkir kvíða meðal starfsmanna en hluthafar hafi lagt á það áherslu að staðið yrði vörður um starfsemi á staðnum þótt félagið yrði selt. Hann telur að félaginu sé vel borgið í höndum nýrra eigenda.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar