Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, segir einarða samstöðu heimamanna lykilforsendu þess að jarðgöng komi. Það sé reynsla hans af baráttu Siglfirðinga fyrir göngum.
Erfitt setbergslag heftir nú framvindu á nýjan leik Eskifjarðarmegin. Setbergið er nú rúmlega 7 m þykkt og sýnir mjög svipaða hegðun og stóra setbergslagið sem tafði framvindu í vor.
Hreindýraveiðitímabilið hófst 15. júlí og varir til 20. september nk. og er því ríflega hálfnað. Austurfrétt heyrði í Jóhanni G. Gunnarssyni starfsmanni Umhverfisstofnunnar á Egilsstöðum og spurði hann hvernig veiðimönnum hefur gengið í ár.
Formaður Samfylkingarinnar segir að landsmenn verði að fara í samræður um það í hvaða átt fiskveiðistjórnunarkerfi landsins stefnir. Hann óttast að samþjöppun kvóta hafi alvarleg áhrif á byggðir landsins.
Valdimar O. Hermannsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, hefur verið skipaður í starfshóp innanríkisráðherra um gjaldtöku í innanlandsflugi. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili af sér tillögum í október.
Bandarískir sérfræðingar hafa notfært sér jarðlög á Austurfjörðum til að lesa út úr upplýsingum um Mars. Háskólar senda hingað hópa nemenda til að ná sér í frekari þekkingu.
Hraungosið í Holuhrauni helst stöðugt þó ekkert lát sé jarðskjálftavirkni á svæðinu. Bjarminn af gosinu sést víða og fylgjast margir með úr fjarlægð. Blaðamaður Austurfréttar slóst í för með Aðalsteini Sigurðarsyni, bónda á Vaðbrekku þegar hann skellti sér upp á Fjallkoll til að freista þess að ná myndum af gosinu.
Formaður Samfylkingarinnar telur það borna von að Íslendingar geti búið við sambærileg lífskjör og aðrar þjóðir á Norðurlöndunum á meðan þeir notist við íslensku krónuna. Á meðan verði erfitt að sannfæra Íslendinga til að snúa aftur heim eftir nám erlendis.
Í gær var undirritaður samningur milli Austurbrúar og SAM-félagsins, grasrótarfélags skapandi fólks á Austurlandi, sem kveður á um yfirfærslu verkefnisins MAKE by Þorpið til SAM-félagsins. Fram til þessa hefur Austurbrú hýst verkefnið sem hefur það að markmiði að efla skapandi samfélag á Austurlandi.
Eins og Austfirðingar hafa tekið eftir hefur Valaskjálf verið til sölu í þó nokkurn tíma. Loks er kominn kaupandi , en athafnamaðurinn Þráinn Lárusson festi kaup á húsinu í gær.