Ellefu mínútur liðu frá því að slökkvilið Vopnafjarðar var kallað út vegna elds í versluninni Kauptúni í nótt þar til fyrstu slökkviliðsmennirnir voru komnir inn og búnir að ná tökum á aðstæðum.
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fyrrum fulltrúi nýsköpunar og þróunar hjá Austurbrú hefur verið ráðinn verkefnastjóri atvinnumála í Fjarðabyggð til eins árs. Fulltrúi Fjarðalistans sat hjá þegar bæjarráð gekk frá ráðningunni.
Nýliðinn júnímánuður er sá næst heitasti sem mælst hefur á Egilsstöðum í þau sextíu ár sem veðurgögnum hefur verið safnað þar. Mánuðurinn var heilt yfir hlýr en úrkomusamur á sunnan- og vestanlands.
Ferðaþjónustuaðili segir fullyrðingar fjölmiðla um vætutíð og vont sumar draga úr ferðum Íslendinga innanlands. Stöðugt þurfi að vera á varðbergi til að koma á framfæri upplýsingum að sólin skíni annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu.
Félagar úr Snarrótinni – samtökum um borgaraleg réttindi hyggjast dreifa fræðsluefni um stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga á rokkhátíðinni Eistnaflugi um helgina. Réttindin snúa einkum að líkamsleit lögreglu sem félagar segja á gráu svæði. Austurfrétt ræddi við ritarann Björgvin Mýrdal og Norðfirðinginn Evu Björk Káradóttur um starfsemi samtakanna.
Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði var um miðjan dag í gær kölluð út til að bjarga lítilli trillu sem strandaði að austanverðu í firðinum. Formaður sveitarinnar segir björgunina hafa gengið vel.
Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps segir bruna í einu matvörubúð staðarins hafa áhrif á alla sem þar búi og gesti þeirra. Þar standa fiskvinnslu- og ferðamannavertíðir sem hæst.
Fulltrúar tryggingafélags verslunarinnar Kauptún á Vopnafirði meta nú tjónið sem varð í bruna í versluninni í nótt. Verslunarstjórinn segir ljóst að búðin verði lokuð í nokkra daga en heimamenn séu boðnir og búnir að aðstoða við að koma henni í gang sem fyrst.
Sumarhátíð UÍA hefur löngu fest sig í sessi aðra helgina í júlí. Framkvæmdastýra sambandsins segir um að ræða fjölbreytta hátíð þar sem blandað sé saman keppni og íþróttum fyrir alla.
Ferðaþjónustan Mjóeyri tók nýverið í notkun þrjú ný gistihús fyrir ferðamenn. Framkvæmdastjórinn segir tilkomu þeirra styrkja rekstrareininguna sem býður nú upp á yfir sjötíu gistipláss.