Utanríkisráðherra opnaði í gær starfsstöð þýðingamiðstöðvar ráðuneytisins á Seyðisfirði. Þrír starfsmenn munu starfa þar en stöðin er sú þriðja á landsbyggðinni. Fulltrúar ráðuneytisins segja þann mannauð sem til staðar sé hafa ráðið staðarvalinu.
Ísbúð hefur starfað í sumar á Hallormsstað þar sem söluskálinn Laufið var til húsa árum saman. Eigandi ísbúðarinnar segist hafa opnað búðina til þess að lífga upp á staðinn.
Ferðamenn hafa almennt sýnt skilning og tillitssemi gagnvart lokunum á umferð um hálendið norðan Dyngjujökuls. Björgunarsveitir af Austurlandi hafa staðið vaktina síðustu daga og haft óvenju mikið að gera.
Verktaki Norðfjarðarganga hefur nú hafið vinnu við að keyra í landfyllingar austan við Norðfjarðarveg (92) skammt sunnan sundlaugarinnar á Eskifirði, þar sem komið er inn í bæinn frá Reyðarfirði.
Deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir Austfirðinga vel undirbúna ef til eldgoss kemur í Bárðarbungu. Kvikuinnskot er í eldstöðinni og aðeins í 10% tilvika verða þau að eldgosum. Mögulegar afleiðingar eru samt slíkar að menn verði að vera við öllu búnir.
Öskugos úr Bárðarbungu gæti haft gríðarleg áhrif á sauðfjárbændur á Austurlandi. Þeir keppast nú við að klára heyskap og þeir sem næst eru eldstöðinni undirbúa að smala fé sínu af hálendinu.
Meirihluti sannleiksnefndar sem skipuð var til að meta hvort Hjörtur E. Kjerúlf hefði í byrjun árs náð myndskeiði af Lagarfljótsorminum komst í dag að þeirri niðurstöðu að svo væri. Ljósmynd Sigurðar Aðalsteinssonar var ekki talin sýna orminn.
Viðbragðsaðilar á Austurlandi eru í viðbragðsstöðu ef eldgos býst út í Bárðarbungu. Menn þurfa samt að taka á þolinmæðinni þar sem óljóst er hve langan tíma það ástand varir. Ekki eru fyrirhugaðar frekari lokanir á vegum.
Það hafa margir í gegnum tíðina spáð fyrir hinum og þessum atburðum. Sumt hefur staðist og annað ekki. Þegar Klara Tryggvadóttir var 11 ára dreymdi hana fyrir eldgosinu á Heimaey en fáir hlustuðu. Nú hefur hún sett fram spá um upphaf eldgoss í kjölfar jarðhræringanna í Bárðarbungu.