Verkefni björgunarsveita geta verið jafn misjöfn og þau eru mörg. Því fengu björgunarsveitarmenn í Vopna á Vopnafirði að kynnast í dag þegar bóndi í sveitinni hringdi í þá og bað um aðstoð við að bjarga skít.
Á sama tíma og nýstúdentar kveðja skólann sinn með söknuði opnast þeim ný og fjölmörg tækifæri sem erfitt er að velja á milli. Óþægilegt getur verið að gera mistök en stundum leiða þau menn á réttar brautir.
Nauðsynlegt er að raddir ungmenna fái að heyrast og að hlustað sé á þær þegar skipulag þéttbýlis er mótað. Það kosti vinnu en borgi sig þar sem þau séu fólkið sem takið við stöðunum.
Karlmaður á þrítugsaldri var nýverið sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna í héraðsdómi Austurlands, fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn rauf með gjörð sinni skilorð og lögreglustjórasátt.
Vatnsyfirborð í Hálslóni hækkar um hálfan metra á dag en miklar leysingar eru á vatnasviðið þess. Útlit er fyrir að ekki þurfi að minnka álframleiðslu á Reyðarfirði vegna orkuskorts.
Aurskriða féll rétt við bæinn Brú á Jökuldal í gær og um svipað leyti hrundi úr lofti Oddskarðsganganna. Stór aurskriða féll í Seyðisfirði í vikunni. Mikil hláka hefur verið á Austurlandi í vikunni og eru umhleypingarnar afleiðingar þeirra.
Forsvarsmenn sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps hafa hafið viðræður um framtíð grunnskólans á Hallormsstað. Nemendum þar hefur fækkað jafnt og þétt og undanfarin ár og ekki sér fyrir endann á því.
Nýtt kaffihús og veitingastaður, Salt, opnaði nýverið í miðbæ Egilsstaða. Eigandinn segist hafa orðið var við að spurn væri eftir stað sem þessum sem myndi lífga upp á bæjarlífið.
Tæplega þrjátíu nemendur útskrifuðust úr Verkmenntaskóla Austurlands á nýloknu skólaári. Fráfarandi skólameistari segir skólagöngu flestra vera þroskaskeið þótt sumir líti á skólann sem biðstöð áður en út í alvöruna komi.
Samningur er í gildi milli Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um rekstur Hallormsstaðarskóla til ársins 2020. Því stendur ekki til að leggja skólann niður. Oddviti Fljótsdalshrepps segir þá vinnu sem sveitarfélögin eru farin af stað með um framtíð skólans miða að því að efla hann til framtíðar.
Ætli Austfirðingar að hafa ferðaþjónustu að atvinnu verða þeir líka að nálgast hana þannig en ekki sem aukabúgrein eða áhugamál. Það þýðir að fjölbreyttari þjónusta verður að vera í boði allt árið.
Forsvarsmenn Icelandair hyggja á aukna markaðssetningu á ferðum til Austurlands á veturna á næstu misserum, sérstaklega á Bretlandsmarkaði. Efla þarf framboðið á þeirri afþreyingu sem er í boði allt ársið á svæðinu.