Héraðsdómur Austurlands sýknaði nýverið Sparisjóð Norðfjarðar (SparNor) af kröfu lántakanda um að lán sem hann tók hjá sparisjóðnum í erlendri mynt en fól í sér skuldbindingu í íslenskum krónum með gengistryggingu yrði dæmt ólögmætt og endurreiknað. Dómurinn taldi að þar sem allan tíman hefði verið skýrt að lánið væri í erlendri mynt stæðist það lög.
Engin mygla fannst á leikskólanum
Engar vísbendingar hafa fundist um myglu í húsnæði leikskólans við Skógarlönd á Egilsstöðum þrátt fyrir ítrekaða leit og rannsóknir. Húsið var byggt af ÍAV líkt og Votahvammshverfið þar sem myglusveppur hefur grasserað.
Verðtrygging: Lögleg og siðlaus?
Framsóknarmenn á Austurlandi boða til opins fundar á Kaffi Egilsstöðum um afnám verðtryggingar annað kvöld undir yfirskriftinni: „Verðtygging – lögleg og siðlaus.“ Þingmenn og hagfræðingar eru framsögumenn.
Ríkið keypti Teigarhorn: Brýnt að varðveita verðmætar minjar
Ríkissjóður Íslands hefur að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra keypt jörðina Teigarhorn í Djúpavogshreppi. Á jörðinni eru mikilvægar menningar- og náttúruminjar, þar á meðal jarðminjar sem hafa alþjóðlegt verndargildi. Mikil áhersla er lögð á samstarf við heimamenn um framtíðarskipulag á jörðinni.
Ær fannst lifandi eftir 80 daga í fönn
Ær, sem grófst undir fönn í byrjun nóvember, fannst á lífi þegar hlánaði í byrjun þorra. Bóndinn á Brekkugerði í Fljótsdal segir hana hafa verið ótrúlega spræka en mjög rýra.
Steingrímur J: Hlakka til að sinna kjördæminu betur
Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leiðir framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í vor þrátt fyrir að hafa tilkynnt í dag að hann sé að hætta sem formaður flokksins.
Austfirskir hjúkrunarfræðingar styðja kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga á Landsspítalanum
Stjórn Svæðisdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) á Austurlandi lýsir yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinga Landsspítalans í viðræðum um nýjan stofnanasamning. Stjórnin lýsir einnig yfir áhyggjum sínum af ástandinu ef uppsagnir hjúkrunarfræðina á spítalanum taka gildi um næstu mánaðarmót.
Austurbrú fær styrk til eflingar starfsmenntunar: Hvetur til samstarfs á Austurlandi
Austurbrú fékk nýlega tvo styrki frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til eflingar starfsmenntunar upp á fjórðu milljón króna.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins staðfestur
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðurausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í apríl var staðfestur á kjördæmisþingi á Húsavík í gær. Ellefu konur og níu karlar eru á listanum. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður, skipar fyrsta sætið.
Leikritið Hinn fullkomni jafningi sýnt í Frystiklefanum um helgina
Leikhópurinn Artik sýnir um helgina einleikinn Hinn fullkomni jafningi í Sláturhúsinu á Egilsstöðum en heimamaðurinn Unnar Geir Unnarsson er leikari sýningarinnar.
Lögreglan skoðar líkamsárás á Fellablóti
Lögreglan hefur til skoðunar meinta líkamsárás á þorrablóti Fellamanna fyrir tíu dögum síðan. Fórnarlambið nefbrotnaði, fótbrotnaði og slasaðist í andliti.
Gísli hættir hjá Loðnuvinnslunni eftir tæplega 40 ára starf
Gísli Jónatansson lætur af störfum sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar í sumarlok eftir 38 ára starf. Hann segist ánægður með hvernig til hafi tekist en reksturinn var sérstaklega þungur fyrstu árin. Friðrik Mar Guðmundsson tekur við starfinu.