Stefán Þorleifsson, 96 ára fyrrverandi íþróttakennari í Neskaupstað, skipar heiðurssæti lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Listi flokksins var staðfestur á kjördæmisþingi á Hótel KEA í gær.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Norðausturkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgist í Norðausturkjördæmi miðað við greiningu á þjóðarpúlsi Gallup. Hann og Framsóknarflokkurinn fengju þrjá menn ef kosið yrði nú. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin-grænt framboð tapa tveimur þingmönnum hvort.
Síminn leggur ljósnet á alla þéttbýlisstaði á Austurlandi nema Borgarfjörð
Síminn ætlar að leggja ljósnet á alla þéttbýlisstaði Austurlands í ár nema Borgarfjörð. Borgfirðingar taka því illa og telja sig vera skilda útundan. Fyrirtækið segir stöðunum forgangsraðað þannig að fyrst séu teknir þeir staðir sem fleyti flestum áfram og hafi mest áhrif á þjóðarbúið í heild.
HAUST: Einu sinni á tuttugu árum dæmt húsnæði óíbúðarhæft
Almenningur getur leitað til heilbrigðiseftirlits og fengið skoðun á húsum sínum ef hann hefur grun um að það fullnægi ekki kröfum um hollustuhætti. Afar sjaldgæft er að húsnæði sé dæmt óbúðarhæft.
Á hertrukk frá Íslandi til Afríku: Fann ferðina á Facebook
Þorgeir Óli Þorsteinsson, tvítugur Egilsstaðabúi, er í fimmtán manna hópi sem keyrir á gömlum hertrukk frá Reykjavíkur til Höfðaborgar í Suður-Afríku. Áætlað er að ferðalagið taki hálft ár. Þorgeir Óli segist lítið hafa kynnt sér hvað bíður hans áður en hann fór út, hann hafi viljað fara með sem opnustum huga. Austurfrétt leit við hjá honum rétt áður en hann fór að heiman.
Hannes áminntur fyrir ítrekuð brot á siðareglum lækna
Siðanefnd Læknafélags Íslands hefur áminnt Hannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlækni Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð, fyrir ítrekuð brot á siðareglum lækna árin 2010 og 2011. Brotin snúa að samskiptum hans við aðra lækna þar sem hann beitti sér gegn því að aðrir læknar réðu sig til starfa í sveitarfélaginu.
MAST vill aukna vöktun eftir flúromengun
Matvælastofnun telur ástæður til að fylgjast áfram með áhrifum flúormengunarinnar, sem varð í Reyðarfirði frá álveri Alcoa Fjarðaáls í sumar, á ung dýr. Ekki er víst að áhrifin komi fram fyrr en að nokkrum árum liðnum.
Þurfið ekki sérfræðing að sunnan til að segja ykkur að það er óhollt að búa í heilsuspillandi húsi
Rannsóknir sýna að óþægindi í öndunarfærum eru algengari meðal þeirra sem búa í húsnæði sem er sýkt af myglusvepp heldur en annars. Viðbrögðin eru mismunandi á milli einstaklinga. Áætlað er að ofvöxtur myglu sé í 3-7% íslensks húsnæðis.
Magnea Bára nýr forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins
Stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands hefur samþykkt að ráða Magneu Báru Stefánsdóttur sem næsta forstöðumann safnsins. Hún er fyrsta konan til að gegna starfinu. Níu einstaklingar sóttu um starfið.
Birkikrossviður í leikskólanum: Ítarleg skoðun
Í ljós hefur komið að birkikrossviður er í þaki leikskólans Skógarlands á Egilsstöðum þvert á það sem áður hafði verið fullyrt. Sérfræðingur hefur verið við störf í skólanum í morgun við ítarlega skoðun.
Myglusveppur: Ekki hægt að láta heilt samfélag bíða meðan lögfræðingarnir glíma
Óljóst er hver beri kostnaðinn við endurbætur á húsum sem byggð voru á ÍAV á Reyðarfirði og Egilsstöðum fyrir nokkrum árum þar sem greinst hefur myglusveppur. Forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs segir regluverkið ekki búið undir hamfarir sem þessar.
Myglusveppur: Ekkert fannst á leikskólanum
Engin ummerki hafa fundist um myglusvepp á leikskólanum Skógarlandi á Egilsstöðum. Þeirra hefur þó verið leitað þar sem skólinn var byggður af ÍAV líkt og hverfið Votihvammur þar sem ráðast þarf í endurbætur á hverri einustu íbúð.