Útgáfu fréttablaðsins Fréttaskjásins á Seyðisfirði var hætt um áramótin eftir um þrjátíu ára útgáfu sögu. Bæjarstjórinn segir eftirsjá af blaðinu.
Eignir í hverfinu óseljanlegar og óleigjanlegar: Skipta þarf um þak á öllum húsunum
Útlit er fyrir að skipta þurfi um þök í öllum íbúðum í Votahvammi á Egilsstöðum og nokkrum húsum á Reyðarfirði sem ÍAV byggði fyrir nokkrum árum. Ekki er búið að gera út um hver beri skaðabótaábyrgð af aðgerðunum. Eigendur húsanna gætu staðið frammi fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni. Borgarafundur verður haldið um málið á Egilsstöðum í kvöld.
Eitt lengsta sjúkraútkall í sögu Fjarðabyggðar
Sjúkrabíll í umsjá slökkviliðs Fjarðabyggðar var sólarhring í útkalli í byrjun vikunnar þar sem hann tepptist í Neskaupstað sökum ófærðar. Slökkviliðsstjórinn segir þetta þann lengstra sjúkraflutning sem liðið hafi farið í.
Norðfjörður: Menn eru að tala um að baka brauð: Myndir
Nokkuð er farið að bera á vöruskorti í verslunum í Neskaupstað en ófært hefur verið yfir Oddsskarð síðan á sunnudag. Mjög hvasst var í bænum aðfaranótt sunnudags. Snjóflóðahætta er á Austfjörðum enda mikil ofankoma verið síðustu daga.
Myglusveppamál rædd í sérstakri samráðsnefnd um ógn við heilsu manna
Málefni íbúa í húsum á Egilsstöðum og Reyðarfirði, þar sem greinst hefur myglusveppur, hefur verið rætt í sérstakri samráðsnefnd sem hefur yfirumsjón með nauðsynlegum aðgerðum til að meta og uppræta umhverfisþætti sem ógnað geta heilsu manna.
Vegfarendur um Oddsskarð og Fjarðarheiði beðnir um að sýna sérstaka aðgát
Vegagerðin biður vegfarendur um Oddsskarð og Fjarðarheiði að sýna sérstaka aðgát við akstur. Fjallvegirnir tveir eru víða einbreiðir vegna snjóa síðustu daga og útmokstur stendur yfir. Fært er um allar helstu leiðir á Austurlandi en víða hált.
Vonast til að hægt verði að opna til Seyðisfjarðar um miðjan dag
Mokstursmenn Vegagerðarinnar eru á störfum á Fjarðarheiði en til Seyðisfjarðar hefur verið ófært síðan á laugardagskvöld. Búið er að opna Oddsskarð.
Sjúklingar fluttir til og frá FSN í fylgd snjóblásara
Björgunarsveitin Gerpir ferjaði í dag þrjá sjúklinga frá Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað yfir á Eskifjörð í fylgd snjóblásara og fór með aðra þrjá til baka. Birgðastaðan á sjúkrahúsinu er enn ágæt þrátt fyrir þriggja daga ófærð yfir Oddsskarð. Nemendur Verkmenntaskólans sem ekki hafa komist í skólann nálgast námsefni í gegnum fjarkennsluvef.
Myglusveppur: Ekki orðið varir við aukna komu sjúklinga
Læknar á heilsugæslustöðvunum á Egilsstöðum og Reyðarfirði hafa ekki orðið varir við aukna komu sjúklinga í tilvikum sem rekja megi til myglu í húsum. Erfitt getur samt verið að greina nákvæmlega hvaða tilvik megi rekja til heilsuspillandi húsnæðis.
Tæplega fjögurra metra háir skaflar á Fjarðarheiði: Myndir
Vegurinn yfir Fjarðarheiði milli Héraðs og Fljótsdalshéraðs var opnaður um kaffileytið í dag en hann hafði þá verið ófær síðan á laugardagskvöld. Dýpstu skaflarnir teygja sig í fjögurra metra hæð og á köflum er nær að tala um snjógöng frekar en veg.
Ekki verið svona lengi veðurtepptur eftir blót á Seyðisfirði
Fjöldi þorrablótsgesta er enn veðurtepptur á Seyðisfirði en þar blótuðu menn þorra á laugardagskvöld. Hljómsveitin er enn í bænum og sló upp aukaballi í kvöld. Seyðfirðingar eru almennt rólegir en margir þeirra hafa ekki getað sótt vinnu í vikunni. Formaður björgunarsveitarinnar segist mestar áhyggjur hafa ef koma þurfi sjúklingi yfir Fjarðarheiðina.
Fljótsdalshérað: Bæjarstjórinn veðurtepptur á Vopnafirði
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, er meðal þeirra sem beðið hafa á Vopnafirði síðan á sunnudag eftir að komast til sín heima. Hann vonast til að geta elt mjólkurbílinn heim í dag.