Esther Ösp Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð, segir erfitt að réttlæta það fyrir íbúum sveitarfélagsins að það sé ekki allt eitt gjaldsvæði í almenningssamgöngum. Hún óttast að menn séu að fæla frá sóknarfæri með því að láta þá vilja ferðast lengst og nota kerfið sjaldnast borga hærra gjald en aðra.
Einn Austfirðingur í stjórn Landsbyggðarflokksins
Árni Björnsson, kerfisfræðingur frá Egilsstöðum, er fulltrúi Norðausturkjördæmis í stjórn Landsbyggðarflokksins sem stofnaður var í gær. Stofnfundurinn var haldinn í gegnum netið í landsbyggðarkjördæmunum þremur.
Gras finnst í Fjarðabyggð
Fíkniefni fundust í tveimur húsum í Fjarðabyggð við leit lögreglu á fimmtudag. Tveir voru handteknir við rannsókn á málunum en sleppt að loknum yfirheyrslum.
Ólafur Arnarson: Ef ekkert breytist fljótt þá stefnir í annað bankahrun
Hagnaður bankanna undanfarin ár hefur verið búinn til í töflureiknum og á pappír. Hrægammar sem keypt hafa bankana keyra áfram íslenska skuldara á sama tíma og vanskil eru meiri hér en í nágrannalöndum okkar. Ef ekkert verður að gert stefnir í annað bankahrun.
Elvar Jónsson: Það er búið að kasta stríðshanskanum
Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, segist vera tilbúinn í átakastjórnmál síðasta árið af yfirstandandi kjörtímabili ef það sé vilji meirihlutans. Bæjarfulltrúar hafa deilt harkalega á samfélagsmiðlum undanfarna daga um nýja gjaldskrá almenningssamganga.
Rafmagnslaust á Austurlandi eftir truflun í Straumsvík
Rafmagnslaust varð í á aðra klukkustund á stórum hluta landsins í dag í kjölfar truflunar í álverinu í Straumsvík. Rafmagn fór af á svæðinu frá Blönduvirkjun suður að Sigöldu.
Nýtt hjúkrunarheimili: Þörfin er mikil og brýn
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hjúkrunarheimili neðan við heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. Formaður byggingarnefndar segir mikla þörf hafa verið fyrir húsið. Það skapi vistmönnum og starfsfólki allt annað umhverfi en er til staðar í dag.
Sigmundur Davíð: Vogunarsjóðirnir verða líka að deila tapinu af hruninu
Formaður Framsóknarflokksins segir að taka verði á móti fulltrúum vogunarsjóðanna sem eiga og ráða íslensku bönkunum af fullri hörku. Samningsstaðan við þá eigi að vera sterk í ljósi gjaldeyrishaftanna.
Jens Garðar: Þetta er ekki neikvætt mál
Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir nýtt skipulag almenningssamgangna í Fjarðabyggð stórkostleg framfaramál fyrir íbúana. Loksins sé búið að koma í höfn kerfi sem virki eftir áralanga baráttu. Ekki sé raunhæft að sinni að hafa sveitarfélagið eitt gjaldsvæði.
Dregið um veiðileyfi í dag: Færri umsóknir en í fyrra
Dregið verður um hreindýraveiðileyfi fyrir komandi veiðitímabil á Egilsstöðum í dag. Umsóknir um leyfi í ár eru heldur færri en í fyrra þótt leyfunum fjölgi.
Ólafur Ísleifsson: Bankarnir eru reknir eins og innheimtufyrirtæki
Aðstæður í íslenska fjármálakerfinu eru allt aðrar í dag heldur en þegar verðtryggingunni var komið á árið 1979. Þess vegna á afnám hennar ekki að valda sömu vandamálum og henni var beitt gegn þá. Koma verður böndum á bankana sem hegða sér eins og innheimtufyrirtæki en ekki viðskiptabankar.
Eygló Harðar: Búið að færa baráttuna gegn verðbólgunni yfir á heimilin
Tryggja þarf að íslensk fjármálafyrirtæki græði ekki á verðbólgu á meðan neytendur borgi fyrir hana. Laga verður húsnæðislánakerfið til að forða ungu fólki frá því að sökkva sér í skuldasúpu sem aldrei verður unnið á.