Óðinn Gunnar ráðinn atvinnufulltrúi Fljótsdalshéraðs
Óðni Gunnari Óðinssyni hefur verið boðin staða atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa Fljótsdalshéraðs. Starfið var auglýst fyrir skemmstu.
Óðni Gunnari Óðinssyni hefur verið boðin staða atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa Fljótsdalshéraðs. Starfið var auglýst fyrir skemmstu.
Fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar vill að skoðaðir verði möguleikar á að stytta skólaárið um viku í hvorn enda til að spara í rekstri grunnskólans. Einnig er lagt til að skoðaðir verði möguleikar í hagræðingu skólamötuneytisins.
Aukinn stuðningur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga við hið skuldsetta sveitarfélag Álftanes bitnar á mörgum öðrum smærri sveitarfélögum. Breiðdalshreppur er í þeim hópi. Sveitarstjórinn segir galið að velta vandanum yfir á önnur sveitarfélög.
Fyrrverandi sölustjóri BM Vallár á Reyðarfirði var í vikunni dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða fyrirtækinu 8,2 milljónir króna, með dráttarvöxtum, í skaðabætur fyrir að hafa dregið sé fé frá fyrirtækinu. Hluta fjárins notaði hann til að kaupa sér hús. Sölustjórinn bar því við að á hann hefði verið lagðar auknar starfsskyldur og ekki komið á móts við ítrekaðar óskir hans um endurskoðun launa eftir það.
Vopnafjarðarhreppur hefur selt öll sín hlutabréf í útgerðarfyrirtækinu HB Granda. Tæplega hálfur milljarður fæst fyrir bréfin. Fjárhagur sveitarfélagsins styrkist verulega við söluna.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs segir áhyggjuefni ef ekki er hægt að veita grunnþjónustu vestræns velferðarkerfis nema á afmörkuðum svæðum í nágrenni stærstu þéttbýliskjarnanna. Boðaður er niðurskurður á framlögum til Heilbrigðisstofnunar Austurlands á fjárlögum 2012.
Forsvarsmönnum Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST) þykir ekki gaman heyra fyrrverandi ráðherra skammast yfir að farið sé yfir lögum sem þeir hafa sett. Tvö frumvörp liggja nú fyrir Alþingi um leyfa sölu matvæla í góðgerðarskyni. Varað er við að veita þar of mikið frelsi.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fiskvegar framhjá steinboganum í Jökulsá á Dal. Svæðið er á náttúruminjaskrá. Forseti bæjarstjórnar greiddi einn atkvæði gegn leyfinu. Hann vill frekari rannsóknir á að fiskvegurinn skili tilætluðum árangri til að réttlætanlegt sé að framkvæma við náttúruundrið.
Hugmyndir eru uppi um að stofna framhaldsskóladeild á Vopnafirði. Hreppsnefnd sveitarfélagsins vinnur að því að koma á fót nefnd til að kanna möguleikana á að stofna deildina.
Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í héraðsdómi Austurlands fyrir vörslu fíkniefna, stera og vera með 25 lítra af heimabrugguðum bjór og sérhæfð bruggtæki. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði selt fíkniefni. Ekkert mark var tekið á hlerunum á síma mannsins og ákæruvaldið var átalið fyrir að sanna ekki að rætt hefði verið um fíkniefnaviðskipti.
Skiptum er lokið á búi Festarhalds ehf. sem í skamman tíma reyndi fyrir sér í matvælaframleiðslu á Breiðdalsvík. Allar forgangskröfur í búið voru greiddar og fimmtungur almennra krafna.
Fiskibátur með fjórum um borð strandaði í Stöðvarfirði upp úr miðnætti í nótt. Ekki tókst að ná honum á flot í nótt en það verður reynt í dag. Annar bátur strandaði í Fáskrúðfirði seinni partinn í gær.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.