Ófært um flestalla fjallvegi
Allir fjallvegir á Austurlandi, aðrir en Vopnafjarðarheiði, eru nú ófærir, flug liggur niðri og messum hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Ekki ert gert ráð fyrir að það gangi niður fyrr en í kvöld.
Allir fjallvegir á Austurlandi, aðrir en Vopnafjarðarheiði, eru nú ófærir, flug liggur niðri og messum hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Ekki ert gert ráð fyrir að það gangi niður fyrr en í kvöld.
Félagar í björgunarsveitinni Brimrúnu höfðu í nógu að snúast óveðrinu sem gekk yfir Austurland í lok seinustu viku.
Eldur í spenni við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði var slökktur rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Um tveimur tímum áður komst straumur á álverið. Með því tókst að koma í veg fyrir að ál storknaði í kerjum en slíkt hefði orðið mikið tjón.
Lögreglan á Eskifirði, í í samstarfi við lögregluna á Seyðisfirði, lögregluhundaþjálfara Ríkislögreglustjóra, sérsveit Ríkislögreglustjórans á Norðurlandi ásamt fíkniefnateymi lögreglunnar á Akureyri lagði hald á talsvert magn fíkniefna við húsleitir í gær.
Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna flóðahættu á Austurlandi. Í gærkvöldi byrjaði að rigna og hvessa verulega. Veðurspár gera ráð fyrir að svo verði áfram fram eftir degi. Færð er víða erfið af þessum sökum.
Óvíst er hversu mikið tjón varð í álveri Alcoa Fjarðaáls þegar afriðill þar brann á laugardag. Eldsupptök eru ókunn.
Lögreglan á Egilsstöðum útilokar ekki að kveikt hafi verið í ruslatunnu í fjölbýlishúsi við Útgarð á Egilsstöðum í morgun. Húsið var rýmt en ekki reyndist hætta á ferðum.
Rekstur hjúkrunarheimilisins Sundabúðar á Vopnafirði hefur verið tryggður að minnstakosti eitt ár í viðbót. Þann tíma á meðal annars að nýta í að kanna möguleika á yfirtöku sveitarfélagsins á rekstrinum.
Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar, segir eldsvoðann við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði hafa verið erfitt og krefjandi verkefni. Mikil olía var í afriðlinum sem brann og erfitt að eiga við eldinn. Önnur sprenging varð í afriðlinum á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.
Austfirskar björgunarsveitir hafa haft nóg að gera frá því um klukkan fimm í nótt við að aðstoða fólk. Snælduvitlaust veður hefur verið eystra í dag. Björgunarsveitin Ísólfur aðstoðaði ferðafólk í vandræðum á Fjarðaheiði í dag. Björgunarsveitin á Borgarfirði eystra hefur einnig verið kölluð út. Veðurstofan gerir ráð fyrir að heldur dragi úr vindi í kvöld.
Skorið verður niður um 6,2% eða 125 milljónir króna hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands á næsta ári. Þetta er töluverð lækkun frá því sem upphaflega var kynnt með fjárlagafrumvarpi en hefur samt nokkur áhrif á stofnunina.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.