160 kindur teknar á Stórhóli

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps er með 160 kindur í sinni vörslu sem teknar voru á sauðfjárbýlinu Stórhóli í gærkvöldi. Húsakostur á staðnum var ekki talinn ráða við allar þær kindur sem þar voru.

 

Lesa meira

00 Samgöng

Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið – Austurlandi
Stofnuð 29. júní  2002 í Mjóafirði.

jardgong.jpg

 Markmið samtakanna er að gera Mið – Austurland að einu atvinnu og þjónustusvæði, rjúfa vetrareinangrun og stytta vegalengdir með jarðgöngum milli byggðarlaga á Mið  – Austurlandi.


Forsenda þess að byggja upp raunverulegt  atvinnu og þjónustusvæði  á Mið –Austurland  með 6000 – 7000 íbúum, er að bæta samgöngur og stytta vegalengdir með jarðgöngum milli:

Eskifjarðar – Neskaupstaðar.
Neskaupstaðar – Mjóafjarðar – Seyðisfjarðar – Héraðs.


Jarðgöng stytta vegalengdir milli ofangreindra byggðarlaga verulega.

Dæmi um styttingar:

 Byggðarlög    með göngum   er í dag
 Neskaupstaður –   Seyðisfjörður  26  km  100 km
 Eskifjörður       –   Seyðisfjörður      25  km    72 km
 Reyðarfjörður   –   Seyðisfjörður    38  km  61 km
 Mjóifjörður       –   Seyðisfjörður   10 km   62 km
 Neskaupstaður –   Eskifjörður  21 km  22 km
 Neskaupstaður –   Egilsstaðir  43 km  71 km
 Mjóifjörður       –   Egilsstaðir     34 km    42 km 
 Egilsstaðir       –   Seyðisfjörður    34 km   27 km   

 

Vegalengd milli Seyðisfjarðar og Egilsstaðar lengist lítillega með göngum, en á móti kemur að ekið er um veg í u.þ.b 200 – 300m hæð, í stað rúmlega 630 m hæð eins og nú er gert þegar ekið er yfir Fjarðarheiði.
Hið sama er að segja um leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Í dag er þessi leið í 630m hæð, en færi mest í 230m hæð.                                   

Kindur teknar af Stórhóli

Lögregla, ásamt fleiri aðilum að beiðni Matvælastofnunnar, tók kindur úr vörslu ábúenda á sauðfjárbúinu Stórhóli í Álftafirði í gær. Ábúendur hafa fjögurra sólarhringa andmælafrest. Þeir voru í lok seinasta árs sektaðir fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald.

 

Lesa meira

Boðað til mótmæla gegn lokun starfsstöðvar RÚVAust

Hópur Austfirðinga hefur boðað til mótmæla við starfsstöð Ríkisútvarpsins á Austurlandi (RÚVAust) á laugardag. Hópurinn vill mótmæla niðurskurði hjá stofnuninni en þremur starfsmönnum RÚVAust var sagt upp í seinustu viku og útlit er fyrir að útsendingar svæðisstöðvarinnar leggist af.

 

Lesa meira

38 Heilborun

Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi telur heilborun með risabor úr Kárahnjúkum raunhæfan kost til að vinna þau göng
sem vantar í fjórðungnum
Að fara yfir fjall eða undir

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.