29. október 2012
Höskuldur tapaði fyrsta slagnum: Kosið með tvöföldu kjördæmisþingi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist standa betur að vígi í baráttu sinni við Höskuld Þórhallsson eftir kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Þar var ákveðið að velja á listann með að halda tvöfalt kjördæmisþing.
Hætta er á að ferðakostnaður fyrirtækja á landsbyggðinni aukist um milljónir króna verði miðstöð innanlandsflugs færð frá Reykjavíkur til keflavíkur. Álíka fljótlegt yrði þá að ferðast til Molde á vesturströnd Noregs og höfuðborgar Íslands.
Áhugahópur um oddvita Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi lét Gallup skoða hvern íbúar Akureyrar og nágrennis vilja sem oddvita flokksins fyrir komandi alþingiskosningar, Höskuld Þórhallsson þingmann eða Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann framsóknarflokksins. Könnunin sýndi sterka stöðu Höskuldar þar.
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur flytur í dag fyrirlestur um aðgerðir gegn einelti í húsnæði björgunarsveitarinnar Héraðs á Egilsstöðum. Tilgangurinn er að vekja athygli á málaflokknum, einkum meðal starfsfólks og sjálfboðaliða félagasamtaka.
Dr. Karl Sölvi Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Austurbrúar. Hann tekur við í desember. Hann hefur undanfarin ár starfað í íslenska háskólasamfélaginu.
Tvö heysýni sem tekin voru nýverið í Reyðarfirði reyndust innihalda flúorgildi yfir viðmiðunarmörkum. Mengunin er rakin til álvers Alcoa Fjarðáls. Forstjóri fyrirtækisins segir að fyrirtækið muni bæta bændum það tjón sem þeir kunni að hafa orðið fyrir.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir það nauðsynlegt fyrir starfsmenn stjórnsýslunnar að geta farið fram og til baka samdægurs með flugi þegar þeir þurfi starfs síns vegna að fara til Reykjavíkur.