Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í jólaboði

Karlmaður var í síðustu viku sekur fundinn fyrir héraðsdómstól Austurlands um gróft og alvarlegt kynferðisbrot gagnvart ungri konu í jólaboði fyrirtækis í desember á síðasta ári. Hlaut maðurinn tveggja ára fangelsi og skal greiða miskabætur.

Lesa meira

Gagnrýnir heimastjórnir að senda fulltrúa á þriggja tíma umhverfisþing í Reykjavík

Heimastjórnir Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs og hugsanlega Seyðisfjarðar hyggjast senda sína erindreka á umhverfisþing sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið stendur fyrir í þrjár klukkustundir í Reykjavík í byrjun næsta mánaðar. Fulltrúi Miðflokksins í sveitarstjórn Múlaþings gerir athugasemdir við þær áætlanir enda sé umrætt þing sýnt í beinu streymi.

Lesa meira

Lýðræðisflokkurinn opinberar lista sinn í Norðausturkjördæmi

Hinn nýstofnaði Lýðræðisflokkur undir forystu Arnar Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrverandi forsetaframbjóðenda hefur kynnt fullskipaða lista sína í öllum kjördæmum landsins fyrir þingkosningar þann 30. þessa mánaðar. Listabókstafur Lýðræðisflokksins er L.

Lesa meira

Leggja dagssektir á Mógli vegna olíumengunar á Eskifirði

Fyrirtækið Mógli ehf. hefur í engu brugðist við ítrekuðum kröfum Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST) um tafarlausa hreinsun á olíumenguðum jarðvegi á tveimur lóðum á Eskifirði. Gripið hefur verið til dagssekta.

Lesa meira

„Tími kominn á breytingar og við erum með plan“

Formaður, þingmenn og frambjóðendur Samfylkingarinnar kynntu afrakstur sex mánaða málefnastarfs í húsnæðis- og kjaramálum fyrir utan verslun Bónuss á Egilsstöðum síðdegis í gær. Formaðurinn segir afar brýnt að grípa til aðgerða til hjálpar heimilum landsins.

Lesa meira

Lappa þarf upp á „Frímerkið“ á Vopnafirði

Æfingasvæði íþróttafélagsins Einherja á Vopnafirði er svo illa farið að þar er varla hægt að vera með æfingar lengur að mati ungmennaráðs sveitarfélagsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.