Útihúsin að Unaósi ekki endurbyggð að svo stöddu
Brunabætur þær sem fengust í kjölfar mikils bruna á útihúsum að Unaósi í Hjaltastaðaþinghá verða nýttar til hreinsunar brunarústa annars vegar og endurbætur og lagfæringar á íbúðarhúsinu á staðnum. Útihúsin rísa mögulega aftur síðar meir.
Kröfum á hendur Múlaþingi og Fljótsdalshreppi vegna sorphirðuútboðs hafnað
Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað öllum kröfum UHA-umhverfisþjónustu sem taldi skilmála vegna sameiginlegs sorphirðuútboðs sveitarfélaganna Múlaþings og Fljótsdalshrepps vera ólögmæta
Þorsteinn Bergsson leiðir Sósíalista
Þorsteinn Bergsson, rithöfundur og þýðandi á Egilsstöðum, mun leiða lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi.Flokkur fólksins og Viðreisn í sókn í Norðausturkjördæmi
Viðreisn tvöfaldar fylgi sitt í Norðausturkjördæmi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Miðflokkurinn mælist áfram stærstur.Instavolt setur upp rafbílahleðslustöðvar á átta stöðum á Austurlandi
Fyrirtækið Instavolt áformar að koma upp hátt í 20 hleðslustöðvum fyrir rafbíla á Austfjörðum á næstu mánuðum. Fyrstu stöðvarnar eru þegar komnar í gagnið.Leita leiða til að bæta sýnileika og nýtingu á Snæfellsstofu
Einungis milli 10 og 20 prósent þess mikla fjölda gesta sem stoppa við Hengifoss í Fljótsdal ár hvert gerir sér far um að reka nefið inn í Snæfellsstofu þar skammt frá. Nú skal leita leiða til að auka sýnileika hússins og fjölga gestum.
Meira en 10% kjósenda í Norðausturkjördæmi á meðmælendalistum
Framboð til Alþingis í Norðausturkjördæmi hafa nóg að gera við að safna undirskriftum til að gera framboðslista sína gilda. Þau þurfa að lágmarki 3.600 undirskriftir til að fá gilda lista. Fleiri reglur útiloka fleiri í viðbót.Óljóst hvenær tekst að lagfæra vatnsból Hallormsstaðar
Íbúar og gestir Hallormsstaðar hafa nú þurft að sjóða allt sitt neysluvatn um tæplega tveggja vikna skeið vegna gerlamengunar og enn liggur ekki fyrir hvenær tekst að ráða bót á.
Tekst ekki að flýta nýju tengivirki á Hryggstekk
Ekki er útlit að nýtt tengivirki Landsnets á Hryggstekk í Skriðdal verði spennusett fyrr en árið 2027. Tilraunir voru gerðar til að flýta því en ástand heimsmálanna kemur í veg fyrir það. Tengivirkið myndi stækka áhrifasvæði virkjana á Norður- og Austurlandi.Nemandi Nesskóla hélt ræðu á Menntaþingi 2024
Menntaþing 2024 fór fram í Reykjavík í lok september síðastliðinn en þar kynntu ýmsir aðilar sýn sína á hvernig bæta mætti menntun í landinu til frambúðar. Fyrstu ræðumenn þingsins voru tveir unglingspiltar en annar þeirra stundar nám við Nesskóla í Neskaupstað.