02. maí 2022
Háskólanám austanlands frá næsta hausti
„Það er gleðiefni að tilkynna að frá haustinu 2022 verður í fyrsta sinn hægt að stunda BS-nám í tölvunarfræði frá Austurlandi og auk þess er í undirbúningi að bjóða frekara nám í tæknifræði,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla, en þetta mun í fyrsta skipti sem háskólanám er aðgengilegt í fjórðungnum.