13. apríl 2022
LungA snýr aftur með stæl í sumar
„Það eru margir búnir að bíða eftir þessu og nú þegar búið er að endurhugsa aðeins hugmyndina að baki LungA erum við að vona að hátíðin verði enn stærri og vinsælli en áður var,“ segir Þóra Flygenring, fjölmiðlafulltrúi LungA á Seyðisfirði, en hátíðin verður aftur haldin í sumar með sama hætti og var fyrir Covid.