20. maí 2025
Þétting miðbæjarsvæðis vekur áhyggjur sóknarnefndar Reyðarfjarðarkirkju
Í byrjun ársins auglýsti Fjarðabyggð óverulega breytingu á deiliskipulagi á miðbæjarsvæði Reyðarfjarðar þar sem lagt var til að byggt yrði á hornlóð einni við Reyðarfjarðarkirkju. Í kjölfarið komu fram áhyggjur sóknarnefndar kirkjunnar sem sveitarfélagið hyggst bregðast við.