Fréttir
Sterkur áhugi á skemmtisiglingum til Íslands þrátt fyrir ný innviðagjöld
Tveir aðilar úr yfirstjórn Múlaþings sóttu stærstu skemmtiferðaskiparáðstefnu heims sem fram fór í Miami í Bandaríkjunum nýverið. Þar áttu þeir samtöl við fulltrúa skemmtiferðaskipafyrirtækja sem þrátt fyrir að lýsa yfir áhyggjum af auknum gjaldtökum ríkisins sýna því áhuga að fjölga skipaferðum hingað til lands.