13. maí 2025
Sóttu um rúmlega helmings alls fjármagns í nýjum jarðhitasjóði stjórnvalda
Veitufyrirtæki Múlaþings, HEF-veitur, hefur lagt inn umsókn um vel rúmlega 500 milljóna króna styrk úr nýstofnuðum sjóð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Sjóðurinn skal auðvelda sveitarfélögum eða orkufyrirtækjum leit að og nýtingu jarðhita á köldum svæðum landsins.