Tvær milljónir í nýsköpunarverkefni

Pes ehf., sem meðal annars stendur að Krossdal byssuskeftunum, fékk hæsta styrkinn þegar úthlutað var úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs nýverið. Alls var tveimur milljónum úthlutað til sjö verkefna að þessu sinni.

Lesa meira

Telja opið sjókvíaeldi ógna atvinnulífi í Breiðdal

Forsvarsmenn Veiðifélags Breiðdæla vara við að eldi í opnum kvíum í sjó geti valdið miklum skaða á lífríki Breiðdalsár og þar með atvinnulífi í Breiðdal. Atvinnuuppbygging í sveitinni byggi að miklu leyti á laxveiðum.

Lesa meira

„Bara hefðir sem koma í veg fyrir að stelpur vinni þessi störf“

Í tilkynningu frá Síladarvinnslunni segir að karlavígið við landanir úr uppsjávarskipum sé nú fallið. Lengi hafi verið litið svo á að landanir úr uppsjávarskipum væru karlmannsverk, en breyting hafi orðið á því að undanförnu á Seyðisfirði þar sem þrjár konur komu að löndun um helgina.

Lesa meira

Áherslan á vopnfirska hamborgara

Sjoppan á Vopnafirði hefur fengið nýtt nafn og andlitslyftingu með nýjum eigendum. Þeir hafa sett stefnuna á að nýta afurðir af svæðinu til að skapa sér sérstöðu.

Lesa meira

Klukkutíminn lengi að líða þegar beðið er eftir sjúkrabílnum

Slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi kallar eftir því að viðbragðshópi á Borgarfirði eystra verið fundið skjól innan heilbrigðiskerfisins. Heimamenn séu viljugir til að bjarga sér en þurfi stuðning og heimildir til þess.

Lesa meira

Góður gangur í Njarðvíkurskriðum

Góður gangur er í gerð nýs vegar um Njarðvíkurskriður. Útlit er fyrir að verkinu verði lokið á tilsettum tíma í byrjum september.

Lesa meira

Stafræn kynferðisleg áreitni hluti af veruleika ungs fólks

Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur úti instagram síðunni Fávitar hélt fyrirlestur í Menntaskólanum á Egilsstöðum og félagsmiðstöðinni Nýung á þriðjudaginn. Hún stofnaði instagramsíðuna til að berjast gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi.

Lesa meira

Einn hlýjasti apríl sem mælst hefur

Nýliðinn aprílmánuður var einn sá hlýjasti sem mælst hefur á Íslandi, sem og Austurlandi, samkvæmt samantekt Veðurstofunnar. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar