Kennarar við Menntaskólann á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands hafa áhyggjur af stöðu samningaviðræðna Kennarasambands Íslands og samninganefndar ríkisins. Þeir vilja að laun þeirra verði sambærileg við aðra háskólamenntaða ríkisstarfsmenn.
Upplausnarástand ríkir á íslenskum vinnumarkaði eftir að nokkur verkafélög felldu kjarasamninga fyrir skemmstu og sundrung innan samtaka launþega. Framkvæmdastjóri AFLs segir launafólk allt eins hafa fellt samningana til að mótmæla vanefndum á kosningaloforðum ríkisstjórnarinnar og af óánægju með samningana.
Bifreiðaverkstæði Austurlands (BVA) á Egilsstöðum leigir frá og með mánaðarmótum húsnæði og tæki Bifreiðaverkstæðis Sigursteins á Breiðdalsvík auk þess sem starfsmenn verkstæðisins á Breiðdalsvík tilheyra framvegis BVA. Framkvæmdastjóri BVA segir að helsta breytingin verði öflugri þjónusta á Breiðdalsvík.
Síldarvinnslan í Neskaupstað skoðar þessa dagana kaup á norsku skipi sem koma á í stað Barkar NK samkvæmt heimildum Austurfréttar. Skipið er komið til Norðfjarðar en fór í ástandsskoðun á Akureyri í síðustu viku.
Meira vatn rennur í gegnum Fljótsdalsstöð frá Hálslóni en upphaflega var gert ráð fyrir. Þetta leiðir til hærri vatnsstöðu í Lagarfljóti. Bændur við fljótið krefjast þess að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að varna landbroti og öðrum skaða sem hlotist getur af hærri vatnsstöðu.
Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar segir allt opið í framboðsmálum hreyfingarinnar á Austurlandi hún mælist með mann inni í bæjarstjórn Fjarðabyggðar miðað við skoðanakönnum sem birtist í morgun. Varabæjarfulltrúi Fjarðalistans, sem situr í stjórn Bjartrar framtíðar, segist ekki vilja kljúfa sig frá Fjarðalistanum. Framsókn græðir einnig fylgi en Sjálfstæðisflokkur og Fjarðalisti tapa.
Áhrif flutnings Jökulsár á Brú austur í Lagarfljót á lífríki fljótsins eru að líkindum ekki komin að fullu fram. Fylgst verður áfram með þeim á næstu árum. Verið er að skoða mótvægisaðgerðir gegn minnkandi fiskgegnd.
Gröftur Norðfjarðarganga er aftur kominn á fulla ferð eftir að komist var í gegnum rauða lagið, sem farið er hægar í gegnum, í síðustu viku. Illa hefur gengið að undirbúa framkvæmdirnar Norðfjarðarmegin vegna mikilla rigninga.
Reglur og verklag um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs verða endurskoðuð í kjölfar úrskurðar Persónuverndar sem taldi þjónustuna hafa brotið lög um persónuvernd við afgreiðslu á umsókn um fjárhagsaðstoð. Sveitarfélagið telur að í úrskurði Persónuverndar felist þó ekki niðurstaða um að óheimilt sé að neita einstaklingum í neyslu um fjárhagsaðstoð.