Austfirðingar hafa verið duglegir að nýta sér þau beinu flug sem boði eru frá Egilsstöðum til erlendra stórborga. Tvær slíkar ferðir eru auglýstar til sölu í þessari viku.
Framkvæmdir hófust í fyrradag við að grafa nýjan farveg fyrir Lagarfljót til sjávar á Héraðssandi. Fljótið hefur fært sig norður á bóginn síðustu ár og óttast hefur verið að jökulvatn þaðan kunni að spilla lífríki í nálægum ferskvatnsám.
Raforkunotkun fiskimjölsverksmiðja í Fjarðabyggð hefur tvöfaldast á skömmum tíma en verksmiðjurnar hafa skipt út olíu fyrir rafmagn. Forstjóri RARIK segir þessar breytingar hafa sett pressu á uppbyggingu í raforkukerfinu.
Austurbrú og verknámsvika vinnuskóla Fjarðabyggðar voru á meðal þeirra 37 verkefna sem tilnefnd voru til nýsköpunarverðlauna í opinberri stjórnsýslu en verðlaunin voru afhent á föstudag.
Framkvæmdastjóri AFLs – starfsgreinafélags segir það óþolandi að foringjar innan Alþýðusambandsins sitji hljóðir hjá þegar nafn þess og æra forsetans sé dregin niður í svaðið. Hann segir forsetann þurfa að sitja undir linnulausum persónulegum árásum þegar hann sé að verja stefnu sem hreyfingin hafi mótað og samþykkt.
Persónuvernd telur að félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs hafi ekki verið heimilt að krefja einstakling sem óskaði eftir fjárhagsaðstoð um þvagsýni til að afsanna að hann væri í neyslu. Viðkomandi gaf sýni í fyrsta sinn sem farið var fram á það en svo ekki meir og hefur ekki fengið fjárhagsaðstoð síðan.
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar er fullviss um að sveitarfélagið verði í framtíðinni miðstöð fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Til að af því megi verða þarf þjónusta, eins og afhending raforku, að vera í góðu lagi.
Kjöt- og fiskbúð Austurlands var formlega opnuð á Egilsstöðum í morgun. Verslunarstjórinn segir markmiðið að veita Austfirðingum úrvals vöru úr fjórðungnum á góðu verði.
Landsnet telur að byrja eigi að reisa háspennulínu þvert yfir Sprengisand til að efla dreifikerfi raforku á Austurlandi. Byggðalínan er sprungin og það hamlar atvinnuuppbyggingu á svæðinu segir aðstoðarforstjóri fyrirtækisins.
Aukin hagkvæmni í rekstri og margfalt minni mengun varð til þess að Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði rafvæddi fiskimjölsverksmiðju sína fyrir um ári. Framkvæmdastjórinn segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar skili sér fljótt til baka í ódýrari rekstri.
Þrír af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð gefa kost á sér til vals á listann fyrir sveitastjórnarkosningar í vor en Ásta Kristín Sigurjónsdóttir ætlar að hætta. Hún fer hins vegar fyrir valnefnd sem raðar upp á listann.
Frá því Kárahnjúkavirkjun tók til starfa hefur ekki mælst fallryk yfir viðmiðunarmörkum um loftgæði sem rekja má til Hálslóns. Mælingar á því hafa staðið yfir undanfarin átta ár.