Heimilt verður að veiða allt að 1277 hreindýr sem er fjölgun um 48 dýr frá í fyrra. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir að stærsta veiðisvæðið verði í Djúpavogshreppi.
Verslunarmenn innan AFLs starfsgreinafélags felldu nýgerða kjarasamninga í kosningum. Samningar verka- og iðnaðarmanna voru samþykktir með naumum meirihluta.
Á – listinn, áhugafólk um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði, hefur auglýst eftir áhugasömu fólki til að gefa kost á sér fyrir hönd listans í kosningum til sveitarstjórnar í vor. Bæjarfulltrúi segir hópinn álíta mikilvægt að hafa ferlið opið.
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og Starfsendurhæfing Austurlands (StarfA) hafa gert með sér samstarfssamning um starfrækslu á „Verkjaskóla" fyrir skjólstæðinga StarfA. Samstarfið felur í sér kennslu og ráðgjöf um hvernig njóta má lífsins þrátt fyrir verki. Markmið kennslunnar er að rjúfa vítarhring verkja og óæskilegra lifnaðarhátta, en fjöldi einstaklinga býr við skerta færni og lífsgæði vegna þrálátra verkja.
Uppstillinganefnd mun stilla upp á lista hjá framboði Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Málefnastarf framboðsins fer á fullt í febrúar.
Stillt verður upp á lista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Ekki er enn komið í ljós hverjir af þeim sem fóru fyrir framboðinu í síðustu kosningum gefa kost á sér áfram.
Hætta er á skemmdum af völdum flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði í kindum í firðinum. Talsmenn fyrirtækisins segja að verið sé að leita leiða til að koma í veg fyrir mengunina.
Undirbúningur er hafinn að því að draga úr framleiðslu Alcoa Fjarðaáls eftir að Landsvirkjun tilkynnti fyrirtækinu að hún gæti mögulega ekki skaffað fyrirtækinu þá raforku sem það þarf. Þetta er í annað skiptið á innan við tólf mánuðum sem Fjarðaál þarf að grípa til ráðstafana vegna þess. Forstjóri Alcoa á Íslandi segir að finna verði varanlega lausn á orkumálunum því fyrirtækið verði að geta treyst á örugga orku.
Í dag er í fyrsta sinn haldinn sameiginlegur kynningarfundur ferðaþjónustuaðila af landinu öllu undir nafninu Mannamót. Verkefnið er unnið í sameiningu af markaðsstofum landshlutanna.
Svokölluð sáttanefnd, sem ætlað er að leysa úr mögulegum ágreiningi við gerð nýrra Norðfjarðarganga, mætti á svæðið í kynnisferð í síðustu viku. Miklar rigningar hafa tafið fyrir undirbúningi Norðfjarðarmegin.
Röð tilviljana varð til þess að feðgarnir Friðþór Harðarson og Sigurður Friðþórsson voru réttir menn á réttum stað á réttum tíma og björguðu sjö manna fjölskyldu út úr brennandi hús í byrjun nóvember. Fyrir afrekið voru þeir kjörnir Austfirðingar ársins 2013 af lesendum Austurfréttar. Við settumst niður með þeim og þeir sögðu okkur frá björguninni.