Héraðsdómur Austurlands dæmdi í vikunni karlmann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að sérstaklega hættulega líkamsárás en hann barði annan mann tvívegis í höfuðið með álskóflu.
Forsvarsmenn Austurbrúar og Keilis skrifuðu í gær undir samning um samstarf í fræðslumálum sem eykur fjölbreytni námsframboðs á Austurlandi. Framkvæmdastjóri Austurbrúar segir aukna menntun skapa aukin tækifæri fyrir Austfirðinga.
Stafangur í Noregi hefur undanfarin ár byggst upp sem olíuhöfuðborg Noregs. Samvinna þeirra fjórtán sveitarfélaga sem mynda svæðið hefur byggt upp samkeppnishæft atvinnusvæði.
Rúmar 85 milljónir króna voru greiddar til landeiganda og ábúenda í arð af hreindýraveiðum á síðasta ári. Heildartekjur hins opinbera af veiðunum voru ríflega 102 milljónir króna.
Landfræðilegar aðstæður fyrir stóra umskipunarhöfn í Finnafirði eru einstakar á landsvísu. Þetta er eitt af því sem fram hefur komið í frumathugun verkfræðistofunnar Eflu og þýska hafnarfyrirtækisins Bremenports á svæðinu.
Skjólgóðir firðir á Austurlandi geta hentað vel í fiskeldi. Finna þarf leiði til að koma fiskinum sem hraðast á erlenda markaði þannig hann haldist ferskur.
Finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu gæti olíuvinnsla þar hafist eftir tíu ár. Margvísleg atvinnutækifæri geta falist í þjónustu við leit og vinnslu séu menn undir það búnir. Viturlegast er þó fyrst í stað að nýta þá innviði sem til staðar eru.
Héraðsdómur Austurlands sýknaði nýverið Bílasölu Austurlands af kröfum Plútó ehf. um endurgreiðslur og skaðabætur upp á rúmar þrjár milljónir króna alls vegna rangra upplýsinga um ástand bifreiðar sem salan flutti inn að beiðni fyrirtækisins. Plútó var hins vegar gert að greiða bílasölunni og öðrum aðilum sem stefnt var um 900.000 krónur í málskostnað.
Ferðaþjónustuverkefnið Meet the Locals, sem haldið er úti af ferðaskrifstofunni Tanna Travel, fékk hæsta styrkinn í haustúthlutun Vaxtarsamnings Austurlands (VAXA). Rúmum fimmtán milljónum var úthlutað að þessu sinni.
Óstöðugt aðflug og of lítill flughraði eru taldar helstu orsakir þess að fisflugvél hlekktist á í lendingu á Egilsstaðaflugvelli í september í fyrra og endaði utan brautar. Talsverðar skemmdir urðu á vélinni.
Riðuafbrigðið Nor98 hefur greinst í kind á bænum Krossi í Berufirði samkvæmt heimildum Austurfréttar. Afbrigðið finnst fyrst og fremst í eldri kindum. Matvælastofnun leggur ekki til slátrun á bænum.
Evrópudagur vitundarvakningar um sýklalyf er haldinn í dag. Tilgangur hans er að vekja athygli á þeirri hætti sem mönnum getur stafað af sýklaónæmum bakteríum og hvetja til ábyrgrar notkunar sýklalyfja. Yfirlæknir heilsugæslunnar á Egilsstöðum segir að fólk græði stundum meira á því að halda sig heima og jafna sig í rólegheitum heldur en biðja um lyf.