


Vinningsmiðinn var ofan í skúffu
Eigandi að Lottómiða með 25 milljóna króna vinningi, sem keyptur var á Seyðisfirði síðasta sumar, hefur gefið sig fram. Vinningshafar sem Íslensk getspá auglýsti eftir nýverið eru allir komnir fram.
Deigið kláraðist á fyrstu opnunarhelginni
Mikil eftirspurn varð til þess að deigið kláraðist á fyrstu opnunarhelgi nýs pítsastaðar á Egilsstöðum. Þar verður meðal annars lögð áhersla á áleggstegundir úr héraði.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis þjónustar Austfirðinga
Þjónusta Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis stendur nú Austfirðingum til boða en félagið tók um síðustu áramót að sér þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur á umdæmissvæði Sjúkrahússins á Akureyri. Félagið leggur um þessar mundir sérstaka áherslu á stuðning við fjölskyldur.
Plokkað fyrir Eyþór
Íbúar á Fljótsdalshéraði og aðrir velunnarar ætla að hittast í fyrramálið og plokka fyrir Eyþór Hannesson. Eyþór er frumkvöðull plokks á Íslandi en glímir nú við erfið veikindi.Alltaf gengið vel að selja Rauðu fjöðrina
Lionsfélagar á Austurlandi taka um helgina þátt í landssölu á Rauðu fjöðrinni. Að þessu sinni er safnað fyrir augnbotnamyndavélum sem staðsettar verða á Landsspítalanum.
Eitt fyrsta íslenska sakamálahlaðvarpið
Í vikunni hóf göngu sína Morðcastið, íslenskt hlaðvarp um morð- og sakamál. Þáttarstjórnandi er Unnur Arna Borgþórsdóttir frá Egilsstöðum en hún er mikil áhugamanneskja um sakamál.

Þarf að umgangast tröllskessur og chili-sósur af varúð
William Óðinn Lefever komst á bragðið af chili-sósum þegar hann bjó í Bandaríkjunum og átti erfitt með að sætta sig við að hafa ekki aðgang að þeim á Íslandi líka. Þess vegna bjó hann til og markaðssetti fyrstu slíku íslensku sósuna sem fékk nafnið Bera.