Þeir sem fá bakteríuna hlaupa allt árið

„Það virðist ekki vera neitt lát á vinsældum þess að hlaupa,“ segir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, hlaupahéri á Egilsstöðum, en hin vinsæla hlaupasyrpa Héranna er í fullum gangi um þessar mundir. Elsa Guðný er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Bílamerkingar í uppáhaldi

„Mínir kúnnar eru í rauninni út um allt land,“ segir Sigfús Heiðar Ferdinandsson, eigandi Skiltavals á Reyðarfirði, en Að austan á N4 leit við hjá Heiðari fyrir jól.

Lesa meira

Vilja sýna Steinunni stuðning á erfiðum tímum

„Steinunn er þjálfari hjá okkur og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja hana og styrkja eins vel og við getum á þessum hræðilega erfiðu tímum,“ segir Sonja Ólafsdóttir, eigandi Cross Fit Austur á Egilsstöðum, en styrktartími verður fyrir Steinunni í stöðinni á laugardaginn vegna sviplegs fráfalls kærasta hennar síðastliðna helgi.

Lesa meira

Fór á níu þorrablót eitt árið

Þorrinn er genginn í garð með öllum sínum hefðum en fyrstu þorrablót fjórðungsins voru um síðustu helgi. Flestir fara á eitt blót, margir á tvö en aðrir, eins og Lonneke Van Gastel á Egilsstöðum, fer gjarnan á fleiri.

Lesa meira

Vilja draga sem flesta út að leika

„Við setjum upp leikjabrautir, bjóðum upp á heitt kakó og frítt í lyfturnar upp að átján ára aldri,“ segir Agnar Sverrisson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Stafdal um alþjóðlega viðburðinn Snjór um víða veröld sem haldinn verður á sunnudag.

Lesa meira

Fara í fjósið áður en þær fara í skólabílinn á morgnana

„Sameignin telur átta börn,“ segir Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir, en hún býr ásamt manni sínum Steinþóri Björnsyni og fjölskyldu þeirra á Hvannabrekku í Berufirði þar sem þau reka myndarlegt kúabú. Að austan á N4 heimsótti líflegt heimilið fyrir jól.

Lesa meira

Ólafur Hr. Sigurðsson kjörinn Austfirðingur ársins

Ólafur Hr. Sigurðsson, íbúi á Seyðisfirði, hefur verið valinn Austfirðingur ársins af lesendum Austurfréttar/Austurgluggans. Ólafur lét til sín taka í umræðu um sjálfsvíg á síðasta ári eftir að sonur hans féll fyrir eigin hendi.

Lesa meira

Íbúar gleðjast saman og samkennd eykst

Fyrsti dagur þorra er í dag, bóndadag. Fyrstu þorrablótin eru haldin um helgina og í mörg horn að líta fyrir þá sem eru í þorrablótsnefnd á hverjum stað. Sigrún Blöndal fer fyrir nefndinni á Egilsstöðum, en hún er einnig í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar