„Gleðin er númer eitt“

„Við ákváðum að taka þetta að okkur í eitt ár til reynslu og sjá hvernig gengi. Skemmst er frá því að segja að þetta hefur gefist mjög vel, mætingin hefur verið mjög góð, allir hjálpast að og eru samtaka um að láta þetta ganga vel,“ segir Hlíf Herbjörnsdóttir, formaður Jaspis, félags eldri borgara á Stöðvarfirði sem haldið hefur  úti öflugri starfsemi í vetur.

Lesa meira

Söngkeppni undir verndarvæng heilagrar Cecilíu

Söngkeppni heilagar Cecilíu er orðin að árvissum viðburði í kaþólska söfnuðinum á Austurlandi. Hún var í ár haldin í fyrsta sinn í hinni nýju Þorlákskirkju.

Lesa meira

„Nánast allt selst upp þessa dagana"

Eskfirðingurinn Inga Geirsdóttir, eigandi Skotgöngu, er í yfirheyrslu vikunnar, en hún verður með kynningu á komandi ferðum á Reyðarfirði um helgina.

Lesa meira

„Ég er með stútfullan koll af hugmyndum“

María Lena Heiðarsdóttir Olsen, einkaþjálfari á Egilsstöðum, hannar og framleiðir sína eigin íþróttafatalínu undir nafninu M-fitness Sport. Að austan á N4 heimsótti hana fyrir jól. 

Lesa meira

„Þegar ég set á mig einnota hanska byrjar síminn að hringja“

Lára Elísabet Eiríksdóttir á Eskifirði byrjaði með tvær hendur tómar árið 2003 þegar hún fór af stað og tók að sér einstaka þrif. Nú fimmtán árum síðar er hún með fjölda fólks í vinnu hjá Fjarðaþrifum. Að austan á N4 leit við hjá Láru fyrir jól.

Lesa meira

„Er hægt að segja við þessi áramót að okkur sé gefinn friður?“

Ákall til góðra verka sem varða framtíð mannkyns var meðal þess sem Þorgeir Arason, sóknarprestur í Egilsstaðaprestakalli, boðaði í nýárspredikun sinni í gær. Þar ræddi hann hættuna af hlýnun jarðar og ófriðarseggjum, til dæmis forseta Bandaríkjanna sem breiddi yfir eigin sjálfsímyndarkrísu með að kynda undir báli ofbeldis.

Lesa meira

Marie Claire segir besta morgunverðinn vera á Öldunni

Blaðmaður bresk/franska tímaritsins Marie Claire segist hvergi hafa komist í betri morgunmat heldur en á Hótel Öldunni á Seyðisfirði. Farið er fögrum orðum um Austurland í grein á vef blaðsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.