„Viljum að stelpur séu frekar, hafi hátt og skapi sér pláss“

„Við ætlum að leyfa okkur að einblína á stelpur að þessu sinni en vonandi vinnum við með aðra hópa í framhaldinu,“ segir Kristín Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, en í febrúar verður fyrsta námskeið í námskeiðaröðinni Stelpur skapa í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Lesa meira

„Betra að vera stjarna fyrir austan en eitt núll í KR“

Fáskrúðsfirðingurinn Skúli Margeir Óskarsson, á sínum tíma nefndur „Stálmúsin“ var í lok nýliðins árs tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Árið 1980 varð hann fyrstur Íslendinga til að setja viðurkennt heimsmet í íþróttum. Fyrir þremur árum fékk Skúli heilablóðfall og hjartaáfall með stuttu millibili.

Lesa meira

„Nú hef ég fleiri tilefni til að halda góð partý“

Hildur Karen Sveinbjarnardóttir frá Seyðisfirði hefur verið áberandi að undanförnu sem eitt af andlitunum í landssöfnun Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Hildur Karen greindist með bráðahvítblæði í nóvember 2016, þá 31 árs gömul. Tveimur vikum eftir að hún byrjaði að finna fyrir einkennum var hún komin í meðferð sem lauk í lok júlí.

Lesa meira

Kominn tími á Austurland í ísklifri

„Við klifrum í fjöllum, giljum, fossum og bara þar sem er nógu bratt,“ segir Sigurður Ýmir Richter, stjórnarmaður í Íslenska Alpaklúbbnum, en tæplega fimmtíu manns á vegum klúbbsins munu leggja stund á ísklifur víðsvegar um Breiðdalinn alla helgina.

Lesa meira

„Ég spái flottri og hörkuspennandi keppni í kvöld“

„Mér líst mjög vel á atriðin í ár og ég held að sum þeirra gætu léttilega náð langt á söngvakeppni framhaldsskólanna,“ segir Bergsveinn Ás, formaður Tónlistarfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, en Barkinn, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, fer fram í Valaskjálf síðdegis í dag.

Lesa meira

Útsvar: Hversu vel þekkja þau andstæðinginn?

Stórslagur verður í kvöld þegar Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað mætast í annarri umferð Útsvars. Af því tilefni fáum við einn keppanda úr hvoru liði til þess að svara spurningum í yfirheyrslu vikunnar, auk þess sem þeir svara sömu spurningum um keppinautinn.

Lesa meira

„Ég var alltaf að reyna að vera eitthvað annað en ég var"

„Ég fór að leita í mat til að deyfa mig, það var tólið sem ég notaði,“ segir Norðfirðingurinn Arna Vilhjálmsdóttir, sem kom, sá og sigraði Biggest Loser keppnina á Íslandi í vetur. Í dag er Arna á góðum stað, en hún var í einlægu viðtali í Austurglugga síðustu viku.

Lesa meira

Þeir sem fá bakteríuna hlaupa allt árið

„Það virðist ekki vera neitt lát á vinsældum þess að hlaupa,“ segir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, hlaupahéri á Egilsstöðum, en hin vinsæla hlaupasyrpa Héranna er í fullum gangi um þessar mundir. Elsa Guðný er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.