


„Gleðin er númer eitt“
„Við ákváðum að taka þetta að okkur í eitt ár til reynslu og sjá hvernig gengi. Skemmst er frá því að segja að þetta hefur gefist mjög vel, mætingin hefur verið mjög góð, allir hjálpast að og eru samtaka um að láta þetta ganga vel,“ segir Hlíf Herbjörnsdóttir, formaður Jaspis, félags eldri borgara á Stöðvarfirði sem haldið hefur úti öflugri starfsemi í vetur.
Seyðisfjörður ofarlega í huga sigurvegara í myndakeppni Guardian
Sigurvegari í samkeppni breska dagblaðsins The Guardian um ferðamynd ársins 2016 virðist hafa heillast af Seyðisfirði en hann fékk Íslandsferð í sigurlaunin.
„Þetta eru heillandi og myndræn dýr“
„Ég hafði aldrei komið á Austurland og varla séð hreindýr, en þótti þetta mjög spennandi,“ segir líffræðingurinn Skarphéðinn Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands um upphaf þess sem leiddi svo til þess að hann hefur að mestu helgað hreindýrum sinn starfsferil. Að austan á N4 heimsótti Skarphéðinn á aðventunni.
„Nánast allt selst upp þessa dagana"
Eskfirðingurinn Inga Geirsdóttir, eigandi Skotgöngu, er í yfirheyrslu vikunnar, en hún verður með kynningu á komandi ferðum á Reyðarfirði um helgina.
„Ég er með stútfullan koll af hugmyndum“
María Lena Heiðarsdóttir Olsen, einkaþjálfari á Egilsstöðum, hannar og framleiðir sína eigin íþróttafatalínu undir nafninu M-fitness Sport. Að austan á N4 heimsótti hana fyrir jól.

Austfirðingur ársins 2017
Tíu tilnefningar eru til Austfirðings ársins 2017, fjórir karlar, fjórar konur og tvö félagasamtök eða hópar. Kosning er hafin og stendur til miðnættis sunnudaginn 14. janúar.
„Þegar ég set á mig einnota hanska byrjar síminn að hringja“
Lára Elísabet Eiríksdóttir á Eskifirði byrjaði með tvær hendur tómar árið 2003 þegar hún fór af stað og tók að sér einstaka þrif. Nú fimmtán árum síðar er hún með fjölda fólks í vinnu hjá Fjarðaþrifum. Að austan á N4 leit við hjá Láru fyrir jól.