


Vilja draga sem flesta út að leika
„Við setjum upp leikjabrautir, bjóðum upp á heitt kakó og frítt í lyfturnar upp að átján ára aldri,“ segir Agnar Sverrisson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Stafdal um alþjóðlega viðburðinn Snjór um víða veröld sem haldinn verður á sunnudag.
„Ég get nú ekki sagt að ég sé ósigrandi“
„Að þessu sinni náði ég að fara í gegnum mótið án þess að tapa viðureign,“ segir Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímukappi frá Reyðarfirði, sem sigraði bikarglímu Íslands síðastliðinn föstudag.
Ólafur Hr. Sigurðsson kjörinn Austfirðingur ársins
Ólafur Hr. Sigurðsson, íbúi á Seyðisfirði, hefur verið valinn Austfirðingur ársins af lesendum Austurfréttar/Austurgluggans. Ólafur lét til sín taka í umræðu um sjálfsvíg á síðasta ári eftir að sonur hans féll fyrir eigin hendi.
Íbúar gleðjast saman og samkennd eykst
Fyrsti dagur þorra er í dag, bóndadag. Fyrstu þorrablótin eru haldin um helgina og í mörg horn að líta fyrir þá sem eru í þorrablótsnefnd á hverjum stað. Sigrún Blöndal fer fyrir nefndinni á Egilsstöðum, en hún er einnig í yfirheyrslu vikunnar.
Gettu betur: ME snéri taflinu við í bjölluspurningum
Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í átta liða úrslit Gettu betur sem fara í sjónvarpi eftir 35-28 sigur á Verkmenntaskóla Austurlands í gærkvöldi. VA leiddi keppnina framan af en ME snéri keppninni við með mögnuðum endaspretti.
100 ár frá mesta frosti Íslandssögunnar: Austfirðirnir fullir af hafís
100 ár voru í gær liðin frá mesta frosti sem mælst hefur á Íslandi sem var á Grímsstöðum og Möðrudal á Fjöllum en frostið fór í -38 gráður. Hafís hamlaði skipaferðum á Austfjörðum og ísbjörn var veiddur á Mjóafirði.
„Alltaf róandi að leggjast í mosabing“
Samskiptahönnuðurinn Ingunn Þráinsdóttir hannar vörulínu undir nafninu Mosi. Hún segist hafa haft áhuga á hönnun síðan hún man eftir sér. Að austan á N4 heimsótti Ingunni fyrir jól.