Fór á níu þorrablót eitt árið

Þorrinn er genginn í garð með öllum sínum hefðum en fyrstu þorrablót fjórðungsins voru um síðustu helgi. Flestir fara á eitt blót, margir á tvö en aðrir, eins og Lonneke Van Gastel á Egilsstöðum, fer gjarnan á fleiri.

Lesa meira

Vilja draga sem flesta út að leika

„Við setjum upp leikjabrautir, bjóðum upp á heitt kakó og frítt í lyfturnar upp að átján ára aldri,“ segir Agnar Sverrisson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Stafdal um alþjóðlega viðburðinn Snjór um víða veröld sem haldinn verður á sunnudag.

Lesa meira

„Ég get nú ekki sagt að ég sé ósigrandi“

„Að þessu sinni náði ég að fara í gegnum mótið án þess að tapa viðureign,“ segir Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímukappi frá Reyðarfirði, sem sigraði bikarglímu Íslands síðastliðinn föstudag.

Lesa meira

Ólafur Hr. Sigurðsson kjörinn Austfirðingur ársins

Ólafur Hr. Sigurðsson, íbúi á Seyðisfirði, hefur verið valinn Austfirðingur ársins af lesendum Austurfréttar/Austurgluggans. Ólafur lét til sín taka í umræðu um sjálfsvíg á síðasta ári eftir að sonur hans féll fyrir eigin hendi.

Lesa meira

Íbúar gleðjast saman og samkennd eykst

Fyrsti dagur þorra er í dag, bóndadag. Fyrstu þorrablótin eru haldin um helgina og í mörg horn að líta fyrir þá sem eru í þorrablótsnefnd á hverjum stað. Sigrún Blöndal fer fyrir nefndinni á Egilsstöðum, en hún er einnig í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Gettu betur: ME snéri taflinu við í bjölluspurningum

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í átta liða úrslit Gettu betur sem fara í sjónvarpi eftir 35-28 sigur á Verkmenntaskóla Austurlands í gærkvöldi. VA leiddi keppnina framan af en ME snéri keppninni við með mögnuðum endaspretti.

Lesa meira

„Alltaf róandi að leggjast í mosabing“

Samskiptahönnuðurinn Ingunn Þráinsdóttir hannar vörulínu undir nafninu Mosi. Hún segist hafa haft áhuga á hönnun síðan hún man eftir sér. Að austan á N4 heimsótti Ingunni fyrir jól.

Lesa meira

Vilja deila Kínaskákinni áfram

„Kínaskák er einfalt eða passlega krefjandi spil og virkilega skemmtilegt,“ segir Jónína Jónsdóttir á Reyðarfirði, en í kvöld verur opið hús að Búðareyri 3 þar sem allir geta komið og kynnt sér spilið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.