Athafnakonan Margrét Guðjónsdóttir hefur í rúmt ár rekið gistiheimilið Við Lónið í 110 ára gömlu húsi í miðbæ Seyðisfjarðar. Margrét er einnig að baki hönnunarversluninni Gullabúinu sem verður fimm ára næsta vor. Þátturinn Að austan á N4 leit í heimsókn fyrr í haust.
„Það komu kjötiðnaðarmenn að sunnan og unnu dýrin um helgar," segja hjónin Bergþóra Valgeirsdóttir og Eiður Gísli Guðmundsson, bændur á Lindarbrekku í Berufirði, sem hafa rekið hreindýrasláturhús samhliða búskap og ferðaþjónustu undanfarin þrjú ár.
„Unnið verður með kveikjur, bæði að styttri og lengri verkum," segir Arnaldur Máni Finnsson, umsjónarmaður höfundasmiðjunnar Okkar eigin sem haldin verður í Neskaupstað um helgina.
„Ég hafði sjálf alltaf föndrað svona dagatal með mínum börnum og þegar ég var að segja Þóru vinkonu minni frá því fyrir nokkrum árum kviknaði þessi hugmynd að prófa að gefa þetta út,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur frá Norðfirði, um Jóladagatal fjölskyldunnar sem kemur út fjórða árið í röð í nóvember.
„Við Saga (dansarinn í sýningunni) sýndum saman í hliðarprógrammi á Einstaflugi árið 2013, ásamt því að hún hefur verið að kenna við L.ung.A skólann á Seyðisfirði síðustu ár. Þar kemur tengin okkar við Austurland.
„Ég lá á internetinu og fann út hvernig ég gæti gert þetta með hlutum héðan og þaðan úr heiminum. Pantaði þá, prófaði að lóða saman og útkoman varð Svarti sauðurinn,“ segir Sigrún Júnía Magnúsdóttir, margmiðlunarhönnuður og bóndi á Tjarnarlandi á Fljótsdalshéraði, hefur komið í sölu örmerkjalesara sem auðveldar alla skráningu á sauðfé.
Konur víða um land ræða nú stöðu kvenna í stjórnmálum og möguleika á nýju kvennaframboði eftir úrslit þingkosninganna um síðustu helgi. Hlutfall kvenna á Alþingi lækkaði úr 47% í 38%.
Fjöldi gesta lagði leið sína á Tæknidag fjölskyldunnar sem haldinn var í húsakynnum Verkmenntaskóla Austurlands nýverið. Dagurinn er tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir kynna þar starfsemi sína.