Halldóra Malin Pétursdóttir er mamma, leikstjóri, leikskólakennari og einn eigenda Gullabúsins á Seyðisfirði. Undanfarin misseri hefur hún verið að leikstýra Leikfélagi Fljótsdaleshéraðs í þeirri stórskemmtilegu sýningu Þið munið hann Jörund og er að fara að frumsýna í kvöld.
Alls hlutu 26 samfélagsverkefni víða á Austurlandi stuðning í árlegri haustúthlutun Styrktarsjóðs Alcoa Fjarðaáls sem fram fór í síðustu viku. Hæsta einstaka styrkinn að þessu sinni, eina milljón króna, hlaut Verkmenntaskóli Austurland, til að taka í notkun stafræna Fab-Lab smiðju fyrir nemendur.
Nú standa Dagar myrkurs sem hæst og mikið er um að vera um allt Austurland. Í ár þykir dagkráin sérstaklega vegleg og margir sem standa fyrir hinum ýmsu viðburðum.
Myndband af meintum fljúgandi furðuhlut yfir Reyðarfirði sem tekið var upp í síðustu viku hefur farið víða um veraldarvefinn. Fæstir virðast þó trúaðir á að nokkuð furðulegt hafi verið á sveimi.
Hjálp er hörkuspennandi unglingasaga sem er ný komin út. Aðalsöguhetjurnar eru frá Egilsstöðum og hefst ævintýrið í Jökuldalnum hér fyrir austan. Mál og menning gefur bókina út.
Bæði leikarar og tökulið Fortitude-þáttanna, sem að miklu leyti voru teknir upp á Austfjörðum síðasta vetur, lýsa ánægju sinni með að hafa fengið að taka upp á snævi þöktum fjöllum og jöklum í nýju kynningarmyndbandi.
Í kvöld klukkan 18:00 var sýningin LISTA-LJÓS Í MYRKRI opnuð á Hótel Héraði en þessi viðburður er hluti af dagskrá Daga myrkurs sem nú stendur yfir á Austurlandi. Um er að ræða samstarfsverkefni þar sem Lóa Björk , myndlistarmaður og listgreinakennari í ME hefur fengið til liðs við sig í listsköpun nokkur ljóðskáld á Austurlandi ásamt Bjarna Rafni tónlistarmann og listanemum í áfanganum Samtímalistir af listnámsbraut ME. Þema verkefnisins er veturinn og myrkrið og það hvernig tengja má saman listgreinar eins og ljóðlist, tónlist og sjónlistir.
Píla í sveitinni er barnabók eftir Robyn Vilhjálmsson í Neskaupsstað. Bókin var hluti af útskriftarverkefni Robyn en hún lauk leikskólakennaranámi frá Háskólanum á Akureyri 2012.