Frá árinu 2005 hefur Gunnarsstofnun staðið fyrir upplestri á Aðventu Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri og unnið að því að breiða þá hefð út. Til stóð að sagan yrði lesin í tíunda sinn á Klaustri á sunnudag en því hefur verið frestað vegna veðurs. Sagan verður hins vegar lesin víða um land.
Þeir sem þekkja Hildi Bergsdóttur framkvæmdastýru UÍA og sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa vita að að hún getur sjaldnast verið kyrr. Hún þarf alltaf að vera að sýsla eitthvað. Nýverið skellti hún sér á hlátur-jóga námskeið og ætlar hún þegar tími gefst til að miðla þekkingunni til annarra Austfirðinga.
Bókavakan – Austfirsk útgáfa í öndvegi verður haldin í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 11. desember kl. 17.00-19.00. Kynntar verða nýútgefnar austfirskar bækur, lesið úr þeim og sagt frá útgáfu þeirra.
Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur á aðventunni fyrir árlegri sölu á kærleikskúlum og jólaóróum frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Að þessu sinni er markmiðið að safna fyrir lyftu í sundlaugina á Egilsstöðum.
Gísli Pálsson, bóndi á Aðalbóli á Jökuldal, hefur taðreykt kjöt á gamla mátann frá því hann man eftir sér. Hann reykir kjöt í gömlum reykkofa í skammt frá bænum og leggur natni við verkið til að laða fram besta bragðið.
Það var hvorki meira né minna heimsfrumsýning á Seyðisfirði síðustu vikuna í nóvember þegar sýndar voru húfur frá New yok, sem eru vetrarhúfur gerðar með hefðbundnum aðferðum. Sýningin var á vegum Skaftfells.
Hátt í sextíu manns komu að flutningi Jólaóratoríu Johans Sebastians Bach á Egilsstöðum og Eskifirði um síðustu helgi. Hljómsveitarstjórinn er ánægður með hvernig til tókst.