Hægt er að nota það stórbrotna umhverfi sem margar íslenskar tónlistarhátíðir eru haldnar í til að vinna að enn frekari markaðssetningar þeirra erlendis. Margvísleg hagræn áhrif hljótast í nærsamfélaginu af þeim hátíðum sem ganga vel. Fjarlægðin er það sem helst virðist hamla austfirsku hátíðunum.
Stöð 2, með Auðun Blöndal í broddi fylkingar, leitar að fólki á öllum aldri til að taka þátt í Ísland Got Talent. Stjórnendur þáttarins verða á ferð um Austurland í næstu viku til að leita að hugsanlegum keppendum.
Litla ljóðahátíðin sem siglt hefur undir merkjum Eyjafjarðar síðustu fjögur ár hefur nú tekið á sig rögg og breiðir boðskapinn út um landið. Hátíðin í ár fer fram á sama tíma á Egilsstöðum og Akureyri og er orðið að stærðarinnar samvinnuverkefni austan- og norðanmanna. Hátíðin, sem hingað til hefur eingöngu verið haldin á Akureyri, fer nú í fyrsta skipti fram á Héraði.
Unnur Mjöll Jónsdóttir, sem útskrifaðist úr Grunnskólanum á Reyðarfirði síðasta vor, lýsir vikudvöl sinni í norrænum rithöfundaskóla í síðasta mánuði sem „bestu viku lífsins hingað til.“ Í skólanum hafi verið boðið upp á fjölbreytt verkefni undir handleiðslu hæfra kennara.
Aðventa eftir Gunnars Gunnarsson, sem kom fyrst út árið 1936, verður gefin út á rússnesku nú á föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem bók eftir Gunnar er gefin út í Rússlandi en áður hafa birst smásögur í tímaritum.
Tvö tónlistartvíeyki á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla heimsækja Austurland í vikunni og ferðast á milli grunnskóla svæðisins og halda þar tónleika.
Skúli Sverrisson bassaleikari og Óskar Guðjónsson saxófónleikari munu halda tónleika á Austurlandi næstkomandi laugardag og sunnudag. Þeir félagar eru í hópi fremstu djasstónlistarmanna þjóðarinnar.
Opið hús var á Egilsstaðaflugvelli og þeim aðilum sem þar starfa í dag í tilefni þess að 20 ár eru síðan núverandi flugbraut var tekin í notkun. Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið til að skoða svæði á vellinum sem annars eru ekki opin almenningi.
Fjölskyldugöngu sem vera fara átti í Hólmanes í dag á Degi íslenskrar náttúru hefur verið frestað vegna veðurs. Aðrir viðburðir fara þó fram eins og áætlað var.