Mótmælt í miðbæ Egilsstaða

Um þrjátíu manns þegar mest lét stóðu mótmælavakt í miðbæ Egilsstaða í kvöld og kröfðust þess að ríkisstjórnin færi frá. Voru mótmælendur með gjallarhorn og ýmis ásláttarhljóðfæri til að undirstrika kröfu sína. ,,Ekki meir Geir" hljómaði í kvöldloftinu. ,,Við ætlum að hittast hér aftur annað kvöld kl. 20 og halda áfram mótmælum" sögðu ungar konur sem staðið höfðu mótmælavaktina frá því um kvöldmatarleytið. Fólkið kveikti eld á planinu og notaði til þess vörubretti. Óeinkennisklæddur lögreglumaður birtist þegar líða tók á mótmælafundinn og tók mynd af viðstöddum. Fundurinn fór einkar friðsamlega fram.

mtmli_vefur_1.jpg

Lesa meira

Mótmælafundur í kvöld?

Kvittur er á Egilsstöðum um að mótmælendur ætli að safnast saman á planinu hjá Kaupfélagi Héraðsbúa kl. 20 í kvöld. Um skipulögð mótmæli virðist ekki vera að ræða, en svo virðist sem hugur sé í fólki eystra, ekki síður en í Reykjavík og um allt land.

Ríkið og Landsvirkjun sýknuð af kröfum landeigenda á Jökuldal

Íslenska ríkið og Landsvirkjun hafa í Héraðsdómi Austurlands verið sýknuð af öllum kröfum eigenda jarðanna Arnórsstaðaparts, Arnórsstaða I og II á Jökuldal. Vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar tilheyra báðum jörðum. Stefán Ólason, Merki á Jökuldal, stefni ríkinu og Landsvirkjun vegna Arnórsstaðaparts, en Þorsteinn Snædal og Guðrún Ragna Einarsdóttir, Skjöldólfsstöðum á Jökuldal vegna Arnórsstaða I og II.

jkla_vefur2.jpg

Lesa meira

Fólk safnast saman á kaupfélagsplaninu

Fólk var byrjað að safnast saman á kaupfélagsplaninu á Egilsstöðum laust fyrir klukkan hálf átta í kvöld og hvatti Egilsstaðabúa og alla sem vilja til að mæta sem fyrst með potta, pönnur og annað slagverk og mótmæla ríkisstjórninni.

Næsti skipulagði mótmælafundur mun að sögn forsvarsmanna verða á laugardaginn kemur í Tjarnargarðinum og hefst klukkan 15.

KFF sligað af ferðakostnaði

Ferðakostnaður hjá meistaraflokki karla í Fjarðabyggð í knattspyrnu var rúmar 5,4 milljónir árið 2008, vegna þátttöku í bikarkeppnum og Íslandsmóti KSÍ. Sambærilegur kostnaður flestra annarra liða í þremur efstu deildum karla nær ekki einni milljón.

kff_lg.jpg

Lesa meira

Slasaður og veðurtepptur

Maður slasaðist í andliti í gærmorgun við vinnubúðir skammt frá Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Virðist hann hafa fallið fram fyrir sig í hálku á hraungrýti og var eftir skoðun á heilsugæslunni á Egilsstöðum hugsanlega talinn kinnbeins- og kjálkabrotinn. Ekki reyndist unnt að flytja manninn norður til frekari aðhlynningar og rannsóknar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í gær, þar sem hvorki var flogið né akfært vegna veðurs. Úr því rættist hins vegar í morgun.

Til gagns og fegurðar í Safnahúsi

Á morgun, fimmtudag, opnar ljósmyndasýning í Safnhúsinu á Egilsstöðum. Hún ber heitið „Til gagns og fegurðar“. Myndirnar á sýningunni eru fengnar úr samnefndri sýningu sem var í Þjóðminjasafni Íslands fyrri hluta árs 2008. Þema „Til gagns og fegurðar“ er útlit og klæðaburður Íslendinga á árabilinu 1860-1960.

images.jpg

Lesa meira

Stórleikur Bayo dugði ekki til

Rúmlega fjörutíu stig Bayo Arigbon dugðu ekki körfuknattleiksliði Hattar sem tapaði fyrir Hrunamönnum 103-90 um seinustu helgi. Liðið er í bullandi fallbaráttu.

 

Lesa meira

Rausnargjöf til Golfklúbbs Norðfjarðar

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað gaf í fyrrakvöld rúmar sex milljónir króna til uppbyggingar æfingasvæðis við klúbbhús Golfklúbbs Norðfjarðar. Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri SÚN, afhenti gjöfina á aðalfundi klúbbsins.

golfklubbur_norfj_elma_g.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar