


Markaðssetja Borgarfjörð með myndbandi
Nýtt myndband, ætlað til að markaðssetja Borgarfjörð eystra, var frumsýnt á íbúafundi í gærkvöldi. Heimamenn segjast vilja styrkja vörumerki byggðarinnar.
Safna fyrir aðstoð við Úkraínu á Kærleiksdögum
Fræðsla um umhverfismál og sjálfbærni er gert hátt undir höfði á Kærleiksdögum Verkmenntaskóla Austurlands í dag og á morgun. Safnað verður fyrir mannúðaraðstoð í Úkraínu á nytjamarkaði seinni partinn í dag.
Pop-up og tombóla til styrktar flóttafólki frá Úkraínu í Húsi handanna
„Það er því miður ósköp lítið sem hægt er að gera fyrir fólkið sem er í þessum hræðilegu aðstæðum en við ætlum að reyna af okkar veika mætti,“ segir Lára Vilbergsdóttir hjá Húsi handanna á Egilsstöðum.

Hálf milljón safnaðist með listaverkasölu
Hálf milljón safnaðist til mannúðarstarfs í Úkraínu í listaverkauppboði sem menningarmiðstöðin Skaftfell á Seyðisfirði hélt á sunnudag í samvinnu við listasamfélagið á Seyðisfirði.
Freeride Festival tókst framar vonum
„Mér telst svona til að um 500 manns hafi í heildina komið að hátíðinni og þetta gæti ekki hafa tekist betur,“ segir Sævar Guðjónsson, forsprakki skíðahátíðarinnar Austurland Freesride Festival, sem lauk um helgina.

Davíð Kristinsson Austfirðingur ársins 2021
Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði og hótelstjóri á Hótel Öldu, hefur verið valinn Austfirðingur ársins 2021 af lesendum Austurfréttar. Davíð var tilnefndur fyrir jákvæðni, bjartsýni, dugnað og hjálpsemi í kjölfar skriðufallanna í desember 2020.
Listafólk á Seyðisfirði gefur verk til styrktar Úkraínumönnum
Meira en 20 listamenn frá Seyðisfirði munu sameinast í Skaftfelli á sunnudag á listaverkasölu þar sem ágóðinn rennur til mannúðarstarfs í Úkraínu.
Úr fjölmenni Paragvæ í fámenni Seyðisfjarðar
Með ljósmyndir og ljóð að vopni hyggjast þau Tesla Rivarola og Juanio Ivaldo Zaldivar reyna að lýsa þeim miklu umbreytingum sem felast í að flytja búferlum frá fjölmennu svæði í Suður-Ameríku í fámennið á Seyðisfirði á nýrri farandsýningu sem opnar síðar í þessum mánuði.