Fjóla Þorsteinsdóttir, safnvörður og íþróttaþjálfari á Fáskrúðfirði hefur staðið fyrir skemmtilegu framtaki á facebook undanfarið sem hún kallar hreyfidaga. Þar býður hún fólki að skrá hreyfingu dagsins á sinn vegg.
Kærleiksdagar verða haldnir á Breiðdalsvík um helgina. Þar er lögð áhersla á óhefðbundnar meðferðir og kærleiksríka samveru. Stjórnandi segir þátttakendur opnari fyrir þátttöku í samverustundunum en þeir voru þegar dagarnir voru fyrst haldnir fyrir rúmum 20 árum.
Í bílskúrnum að Hammersminni 10 á Djúpavogi situr Jón Friðrik Sigurðsson í Manchester United bolnum sínum og vinnur minjagripi fyrir gesti staðarins. Skúrinn prýða líka ýmsir munir sem ánægðir gestir skúrsins hafa sent Jóni til að endurgjalda honum hlýjar móttökur.
Eldri borgarar í Fjarðabyggð og á Djúpavogi leggja á miðvikudag af stað í áheitagöngu sem farin verður frá Dalatanga í norðri til Þvottárskriða í suðri. Einn forsvarsmanna göngunnar segir hana bæði farna í heilsueflingarskyni og til að láta gott af sér leiða.
Listamaðurinn Odee er gagnrýninn á bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð fyrir að hafa ekki þekkst boð hans um að setja listaverk eftir hann upp við sundlaugina á Eskifirði. Hann telur að slíkt verk í almannarými gæti haft hvetjandi áhrif á yngri listamenn í sveitarfélaginu.
Bandarískt afþreyingarfyrirtækið The Ashram hefur hafið sölu á Íslandsferðum þar sem bækistöðin verður í Breiðdal. Margar af skærustu sjónvarps- og kvikmyndastjörnum sögunnar hafa nýtt sér ferðir fyrirtækisins í gegnum tíðina.
Djúpavogsbúar fagna komu sumars að venju með Hammond-hátíð. Hún er borin uppi af stórtónleikum en í gangi verða fjölbreyttir viðburðir út um allan bæ. Stjórnandi segist finna fyrir miklum áhuga á hátíðinni.
Sigríður Þórbjörg Vilhjálmsdóttir fékk ekki beint hvatningu frá sveitunum sínum áður en hún opnaði kaffihús í Neskaupstað fyrir rúmum 20 árum. Þeir tóku hins vegar þjónustu hennar fagnandi.
Hreindýrskálfur hefur undanfarna mánuði haldið til í hestahópi á Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Dýrið virðist una hag sínum þar vel og hefur ekki sýnt á sér neitt fararsnið.