START aktursíþróttaklúbbur stendur fyrir tækjasýningu í Dekkjahöllinni á Egilsstöðum á laugardagskvöldið. Kristdór Þór Gunnarsson, forstjóri Dekkjahallarinnar, er í yfirheyrslu vikunnar.
Pálmi Einarsson iðnhönnuður og Oddný Anna Björnsdóttir viðskiptafræðingur tóku sig upp síðasta sumar, seldu parhús í Kópavogi og keyptu jörðina Gautavík í Berufirði. Þar hyggjast þau stunda tilraunir í sjálfbærni, meðal annars eigin orkuframleiðslu og ræktun hamps sem nýtist sem hráefni í framleiðslu þeirra á hönnunarvörum.
„Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, sem hýsti hana frá fyrsta skipti, allt til ársins 2014,” segir Magný Rós Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs.
Í gömlu gripahúsunum á Finnsstöðum í Eiðaþinghá er núna rekið Vélaverkstæði Svans. Orðspor fyrirtækisins er gott enda leita vinnuvélaeigendur og bændur utan Austurlands þangað eftir aðstoð. Eigandinn hefur áhuga á gömlum dráttarvélum og bílum og á sér þann draum að reisa safn sem byggir á tækjum sem hann hefur gert upp.
Margrét Gunnhildur Gunnarsdóttir frá Vopnafirði hefur beinbrotnað oftar en 70 sinnum og tekist á við töluverða erfiðleika sökum arfgenga sjúkdómsins „beinstökkva“ sem og alvarlegrar hryggskekkju. Hún náði að spyrna sér frá botninum gegnum markþjálfunarnám og horfir í dag öðrum og bjartari augum á lífið.
Eskfirðingurinn Anna Hallgrímsdóttir segir það sitt mesta ríkidæmi að hafa eignast góða og stóra fjölskyldu. Hún segir lykilinn að langlífi og hreysti vera að taka inn lýsi.
Nýtt kynningarmyndband fyrir áfangastaðinn Austurland var frumsýnt á ferðasýningunni Mannamótum í morgun en það markar upphaf nýrrar auglýsingaherferðar. Verkefnastjóri segir fyrstu viðbrögð jákvæð og vonir séu uppi um að myndbandið fái mikla dreifingu.