


„Iron Maiden er venjulegasta fólk sem ég hef kynnst“
Norðfirðingurinn Draupnir Rúnar Draupnisson fékk að upplifa draum margra þegar hann var ráðinn flugþjónn í tónleikaferð bresku þungarokkssveitarinnar Iron Maiden. Draupnir segir það hafa verið sérstakt að upplifa umstangið í kringum sveitina en ekki síður hversu vingjarnlegir hljómsveitarmeðlimirnir voru.
„Þetta er óskaplega mikil heilaleikfimi“
„Maður verður heltekinn af línudansinum. Sumir kjósa að hlaupa og verða að hlaupa til að ná upp orkunni sinni en við bara dönsum og dönsum,“ segir Sigríður Elísa Jónsdóttir, forsprakki línudanshópsins frá Hlymsdölum, félagsmiðstöð eldri borgara á Egilsstöðum, sem keppti í línudansi á Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri á Sauðárkróki um miðjan júlí.
„Ég er viss um að Skúli fylgist með öllu saman“
Leiðsögumaðurinn og lífskúnstnerinn Skúli Sveinsson frá Borgarfirði eystri lést snögglega og langt fyrir aldur fram síðastliðinn vetur. Bróðir hans, Karl, ákvað að halda minningu Skúla á lofti með því að taka að sér þær ferðir sem bókaðar höfðu verið á hann í sumar á sérmerktum vagni með yfirskriftinni „Nú trússa vinir Skúla“.
Yfirheyrsla; „Hvert verk er sneiðmynd af hugsanagangi hvers dags“
„Ég fékk hugljómun um að nota hringlaga form, en það opnaði alveg nýja vídd í listsköpuninni fyrir mig,“ segir listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, sem opnar sýningu í Gallerí Fold í dag. Hann er í yfirheyrslu vikunnar.
Tæmdi rafhlöðuna í símanum við að mynda rostunginn
Guðmundur Már Karlsson, íbúi á Djúpavogi, gekk fram á óvæntan gest í Þvottárfjöru í Álftafirði á þriðjudag en myndarlegur rostungur baksaði þar við að komast upp á steina. Myndir Guðmundar af dýrinu hafa vakið mikla athygli enda komst hann óvenju nálægt því.
Helgin; Gleðigangan Hýr halarófa á Seyðisfirði og fleira
„Við erum komin með góða rútínu þannig að undirbúningur gengur vel og allt verður orðið flott á morgun,“ segir Snorri Emilsson, forsprakki og talsmaður gleðigöngunnar Hýr halarófa sem verður á Seyðisfirði á morgun.
Innsýn í heim Huldu í tali og tónum
Tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir koma um helgina austur á Eskifjörð annað árið í röð með síðsumartónleika. Að þessu sinni flytja þær dagskrá sem helguð er skáldkonunni Huldu. Helga segir hvatann að dagskránni hafa verið að halda minningu skáldkonunnar á lofti.