„Ég get nú ekki sagt að ég sé ósigrandi“

„Að þessu sinni náði ég að fara í gegnum mótið án þess að tapa viðureign,“ segir Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímukappi frá Reyðarfirði, sem sigraði bikarglímu Íslands síðastliðinn föstudag.

Lesa meira

„Ótrúlegt hvað þetta smellur alltaf"

„Það er mikill fjöldi foreldra sem aðstoðar við sýninguna, þeir farða, greiða, útbúa búninga, undirbúa sal, koma í frágang og það er frábært að hafa foreldrana til aðstoðar,“ segir Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari fimleika hjá Hetti.

Lesa meira

Gettu betur: ME snéri taflinu við í bjölluspurningum

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í átta liða úrslit Gettu betur sem fara í sjónvarpi eftir 35-28 sigur á Verkmenntaskóla Austurlands í gærkvöldi. VA leiddi keppnina framan af en ME snéri keppninni við með mögnuðum endaspretti.

Lesa meira

„Ég næ aldrei að þakka Daníel fyllilega“

Eskfirski tónlistarmaðurinn Þórhallur Þorvaldsson lét allan ágóða af útgáfutónleikum sínum af geisladisknum Vindum, vindum, renna til Jólasjóðs Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.

Lesa meira

„Þungarokk og meira þungarokk“

Fríða Pálmars Lárusdóttir Snædal dúxaði frá Menntaskólanum um Egilsstöðum um jólin með 9,72 í meðaleinkunn. Fríða er í yfirheyrslu vikunnar hér á Austurfrétt.

Lesa meira

Vilja deila Kínaskákinni áfram

„Kínaskák er einfalt eða passlega krefjandi spil og virkilega skemmtilegt,“ segir Jónína Jónsdóttir á Reyðarfirði, en í kvöld verur opið hús að Búðareyri 3 þar sem allir geta komið og kynnt sér spilið.

Lesa meira

"Sá sem ekki fær skot hefur ekki gert neitt af sér á árinu"

Hefðin fyrir hjónaballi á Fáskrúðsfirði er orðin meira en 120 ára gömul en dansað verður í Skrúð annað kvöld. Hjónaböllunum svipar um margt til þorrablótanna annars staðar en yfirbragðið er aðeins annað og strangari reglur um hverjir geta mætt.

Lesa meira

Er saga Jóns Loftssonar í Valþjófsstaðarhurðinni?

Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur leiðir að því líkur í nýrri bók sinni, Leitin að klaustrunum, að einn merkasti forngripur Íslendinga, hurðin frá Valþjófsstað í Fljótsdal, sé upprunnin á Suðurlandi. Í útskurði hennar sé að finna sögu af baráttu Jóns við ofríki Páfagarðs.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar