Karlsstaðir í Berufirði voru ekki fyrsta val þeirra Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Häsler þegar þau ákváðu að leita sér að jörð til ræktunar. Heimsókn í Berufjörð í janúar heillaði þau hins vegar svo að ekki varð aftur snúið.
Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú, segir forsvarsfólk Djúpavogshrepps hafa sýnt þor við að byggja upp alþjóðlegu myndlistarsýninguna Rúllandi snjóbolta sem opnuð var þar fjórða sumarið í röð á laugardag.
Listahátíðin Pólar verður haldin á Stöðvarfirði í þriðja sinn um helgina. Mikið er lagt upp úr matargerð á hátíðinni og hráefni sótt í nærumhverfið. Eldamennskan er líka tækifæri fyrir þátttakendur að kynnast hver öðrum.
Sveitarstjóri Djúpavogshrepps segir alþjóðlegu sjónlistasýninguna Rúllandi snjóbolta, sem haldin er í gömlu Bræðslunni fjórða sumarið í röð, gefa staðnum gríðarlegt aðdráttarafl og opna íbúum staðarins nýjar leiðir.
Austfirðingar hafa notið þess að hafa besta veðrið á landinu síðustu vikur og sýnt á sér lítið fararsnið. Fleiri og fleiri gestir eru farnir að sjást á tjaldsvæðum fjórðungsins.
Margt af fremsta myndlistarfólki þjóðarinnar á verk á alþjóðlegu myndlistarsýningunni Rúllandi snjóbolta sem opnuð verður fjórða sumarið í röð í Bræðslunni á Djúpavogi á morgun. Dæmi eru um að þeir vinni sérstök verk fyrir sýninguna.
Umræður um egóið í samfélaginu, einkalífinu og listinni verða í forgrunni á listahátíðinni LungA sem sett verður á Seyðisfirði á sunnudag. Von er á þriðja þúsund gesta til Seyðisfjarðar í næstu viku í tengslum við hátíðina.
Síldarvinnslan í Neskaupstað í samvinnu við Eistnaflug bjóða lækkað verð á miðum fyrir seinustu tvo daga hátíðarinnar. Markmiðið er að hvetja Austfirðinga til að mæta. Mikil stemming var á tónleikum gærkvöldsins.