Stór hluti þekktra völvuleiða Íslands á Austurlandi

Séra Sigurður Ægisson, fyrrum sóknarprestur á Djúpavogi, hefur í hartnær fjörutíu ár viðað að sér heimildum um völvur á Íslandi og gaf rannsóknir sínar út í bókinni Völvur á Íslandi í lok síðasta árs. Hann telur íslensku völvurnar hafa haft á sér jákvæða ímynd og hún hafi varðveist lengur á Austurlandi en annars staðar sem útskýri hví í fjórðungnum séu á þriðja tug þekktra völvuleiða.

Lesa meira

Atvinnuviðtalið tók þrjár mínútur

Hrafndís Bára Einarsdóttir tók fyrir um ári við stjórn Hótels Stuðlagils, sem er í því húsnæði sem áður tilheyrði barnaskólanum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Hún segist ekki hafa verið lengi að ákveða sig þegar boðið kom.

Lesa meira

Skiptir árinu milli Norðfjarðar og Barein

Guðlaug Ólöf Sigfúsdóttir úr Neskaupstað – eða Lauga Sidda – hefur búið víða við á ævinni. Hún fékk nýverið stöðu sem kapteinn í golfklúbbi í smáríkinu Barein við Persaflóa. Hún heldur þó enn tryggð við æskustöðvarnar.

Lesa meira

Málningin endurnýjuð á Regnbogagötunni

Seyðfirðingar komu saman miðvikudaginn í síðustu viku og endurnýjuðu málninguna á Norðurgötu. Hún er betur þekkt sem Regnbogagatan og er orðið eitt helsta kennileyti Seyðisfjarðar.

Lesa meira

Sumarið hafið á franska safninu

Frítt er inn á safnið Frakkar á Íslandsmiðum á Fáskrúðsfirði í tilefni alþjóðlega safnadagsins og slegið upp safnabingói. Sumaropnun safnsins hófst í vikunni og í morgun var þar í heimsókn stór hópur nemenda frá Frakklandi og Neskaupstað.

Lesa meira

Flytja úrval af tónleikum ME - Myndir

Tónlistarfélag Menntaskólans á Egilsstöðum (TME) heldur í kvöld tónleika með úrvali af lögum sem æfð hafa verið upp fyrir og flutt á tónleikum sem félagið hefur staðið fyrir undanfarið eitt og hálft ár. Sérlega öflugt tónlistarlíf hefur verið í skólanum þennan tíma.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar